Sunnudagur, 3. desember 2006
Samtals þúsund manns í þremur kjördæmum!
Ég hélt mér hefði misheyrst þegar greint var frá því Útvarpsfréttum í morgun að um þúsund manns hafi tekið þátt í prófkjör vinstri-grænna í gær. Svo var staðfest á Moggvefnum að heyrnin hafði ekki bilað, þátttakendur voru rétt liðlega þúsund og það samanlagt í þremur fjölmennustu kjördæmum landsins. Þetta er ótrúlega slappt og hefði nú á einhverjum bæjum verið túlkað nánast sem flopp. En vinstri-grænir eru glaðir og tala um glæsilegt prófkjör og allt það. Spaugstofan túlkar betur en nokkur annar þessi barnalegu og broslegu viðbrögð stjórnmálamanna þegar úrslit prófkjara eru ljós og nánast allir mega vart vatni halda yfir hve glæsileg og stórkostleg úrslitin séu nú - þrátt fyrir að viðkomandi hafi steinlegið og runnið á rassinum langt út á völl, fjarri öllum möguleikum á þingsætum. Vinstri-grænir geta fagnað prófkjörinu um helgina eins og þá lystir en fari þeir að stæra sig af þátttökunni eru þeir komnir fram úr Spaugstofunni í spauginu.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar