Fimmtudagur, 9. apríl 2009
GCD frekar en FLD
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins væri fokinn. Formaður flokksins, varaformaðurinn og leiðtoginn í Reykjavíkurkjördæmi suður væru annað hvort foknir líka eða ættu í vök að verjast. Heitt væri undir fleirum úr forystusveitinni og þeir sem hlut ættu að máli fengju heldur betur að gjalda fyrir það ef rannsókn leiddi í ljós tengsl milli tugmilljónastyrkjanna og tiltekinna pólitískra ákvarðana.
Þannig væri staðan í hvaða grannlandi sem er ef styrkjahneyklsið hefði komið upp þar. Sjálfsagt þætti þar að krefjast rannsóknar á skandalnum öllum og kanna bæði flokksfjármálin og einkafjármál þeirra sem stóðu í ævintýralegum peningamokstri úr fyrirtækjum inn á flokkskontórinn. Ekkert er hins vegar sjálfgefið í þessum efnum hérlendis því Íslendingar eru í öðru siðferðissólkerfi viðskipta og stjórnmála en grannþjóðirnar.
Sjálfsagt verður látið gott heita að Geir Haarde taki á sig bæði ábyrgðina og skömmina þó trúlega finnst ekki sála á landinu þveru og endilöngu sem trúir því að hneykslið skrifist á hann einan.
Staðreyndin er sú að eftir að FL-hneykslið, sem ætti líklega frekar að kalla FLD-hneyksli, er ekkert eins og var. Það sem menn héldu að gæti gerst, ef til vill og kannski, ER blákaldur veruleiki. Og fólki er verulega brugðið.
FL-hneykslið æpir á að ekki aðeins viðskiptahlið efnahagshrunsins verði rannsökuð heldur líka sú pólítíska. Allt upp á borðið, takk fyrir. Öll fjárhagstengsl allra flokka og fyrirtækja skulu rannsökuð og gerð opinber. Nú fæst staðfest að dularfullir þræðir liggja á milli viðskipta og stjórnmála í aðdraganda efnahagshrunsins. Meira að segja dúkkar nú upp á nýjan leik sjálfur holdgervingur og helsti hugmyndafræðingur Icesave-reikninganna í Landsbankastjórn. Sá batt íslenskri þjóð skuldabagga sem hún burðast með næstu árin. Nú bætist á afrekalistann þessa fyrrum bankastjóra styrkjahneykslið sem skekur Valhöll. Þeir eru víða sigurjónarnir og marka sér sérstök og dýrkeypt.
PS. Svo vildi til að ég fiskaði blindandi úr safninu disk með Bubba og Rúnari til að sjá mér fyrir eðalrokki nú á síðdegisskírdegi. GCD er að öllu leyti gæfulegri grúppa en FLD.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar