Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Er það normal að vera svona oft sammála G.Birgissyni?
Ég sá haft eftir Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, að það væri glórulaus della með verðmiða upp á tugi milljarða króna að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýri yfir á Löngusker. Ég sagði ekkert en hugsaði það samt, hefði Þorgils á Sökku sagt. Mig hefur lengi grunað að Lönguskerjahugmyndin væri einhvers konar poppúlísk flóttaleið þeirra sem þora ekki að standa á að hafa flugvöllinn þar sem hann er og þora ekki heldur að kveða dauðadóm yfir innanlandsfluginu með því að færa það upp upp á Miðnesheiði. Meira að segja minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur þorir nú ekki að standa á að hafa flugvöllinn á sínum stað og þorir reyndar heldur ekki að segja hvar vondir eigi þá að vera, þ.e. við sem viljum geta flogið innanlands án þess að þeytast langar leiðir til og frá flugvelli höfuðborgarsvæðisins. Aðeins frjálslyndir í borgarstjórn eru vinir Reykjavíkurflugvallar en þeir eru hins vegar úti í skurði í atvinnumálastefnu sinni. Og þar fór það. Nefndur Gunnar Birgisson var á sínum tíma með kjaft á Alþingi vegna þess að fjárveitingavaldið skæri við nögl framlög til samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu en tæki fram stóru ausuna til að malbika jökla í öðrum héruðum, eins og ég held hann hafi orðað það. Rifjaði upp þessi ummæli á dögunum þegar sagt var í fréttum frá opnun tilboða í Héðinsfjarðargöng, eina allra vitlausustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar. Og reyndar eina vitlausustu ákvörðun íslenskra stjórnvalda yfirleitt í háa herrans tíð. Hún jafnast reyndar ekki á við þá hugdettu að ætla að koma Íslandi inn í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, enda þarf talsvert til. Ég hef hlýtt þolinmóður á fulltrúa bæði ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu færa rök fyrir þessu máli og botna sífellt minna í því hvað þeim gengur til sem vilja ganga þessa braut til enda. Þetta er alveg dæmalaust mál. Skyldi bæjarstjórinn í Kópavogi hafa skoðun á þessu?
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má vel ímynda sér verri örlög heldur en að vera sammála Gunnari Birgissyni, sérstaklega í þessum málum sem þú nefnir hér. Héðinsfjarðargöngin eru gott dæmi um "uppbyggingar" vitleysuna sem vellur upp úr íslenskum stjórnmálamönnum nú um stundir. Sjálfur er ég svo þeirra skoðunar að annað hvort verði Reykjavíkurflugvöllur kjurr, eða lagður niður. Sé ekki annað skynsamlegt í stöðunni. Ef hann verður lagður niður þá verði innanlandsflugið fært til Keflavíkur, og byggðir upp nokkrir góðir þyrlupallar í Reykjavík. Alþingismenn og annað íslenskt "fokkergengi" getur þá látið selflytja sig til Reykjavíkur frá Keflavík og öfugt á vegum einhverrar þyrluþjónustu. Sé ekki ástæðu til að byggja upp fleiri flugvelli á Reykjavíkursvæðinu, nema þá lítinn kennsluvöll einhversstaðar.
Gunnar Birgisson á hins vegar heiður skilið fyrir framgöngu sína og hreinskilni í þessum málum og væri óskandi að fleiri væru sammála honum.
G. Tómas Gunnarsson, 26.4.2006 kl. 21:14
Er það normal að vera svona oft sammála G.Birgissyni?
Nei!
Þórir Jónsson (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.