Mánudagur, 20. apríl 2009
Skrítnar skepnur í pólítík
Eitthvað meira en lítið þarf að gerast á næstu sólarhringum til að breyta því pólítíska landslagi sem við blasir: að kjósendur dubbi núverandi minnihlutastjórn upp í meirihlutastjórn á laugardaginn kemur. Spurningin er frekar sú hvor flokkurinn verður stærri þegar upp er staðið. Hluti þess fólks sem kýs stjórnarflokkana er á móti stefnu þeirra í veigamiklum atriðum en kýs þá samt. Þetta er þverstæða en stafar annars vegar af því að kjósendur eru á stundum skrítnar skepnur en hins vegar af sérstæðum aðstæðum í þjóðlífinu nú. Ég hefi til dæmis hitt á förnum vegi fólk sem veltir fyrir sér að kjósa vinstri græna en er fylgjandi álverum í Helguvík og Húsavík. Það gerir sér grein fyrir því að flokkurinn er þversum í stóriðjumálum en spáir samt í að greiða honum atkvæði! Ég hef líka hitt fólk á förnum vegi sem getur hugsað sér að kjósa annan hvorn stjórnarflokkinn þó það sé algjörlega andvígt yfirlýstri stefnu flokkanna um að ríkisvæða sjávarútveginn með fyrningu aflaheimilda en spáir samt í að greiða þeim atkvæði!
Þetta er birtingarmynd fyrirbæris sem kalla má stemningu og oft verður vart við í kosningabaráttu. Nú um stundir njóta Samfylkingin og vinstri grænir góðs af stemningu, einkum síðarnefndi flokkurinn. Enn ein mótsögnin er reyndar sú að ríkisstjórnarflokkar búi við stemningu í aðdraganda kosninga, oftar er stjórnarandstaða í slíkri stöðu eðli máls samkvæmt.
Samfylkingunni virðist, merkilegt nokk, ekki vera refsað fyrir að vera í ríkisstjórn í efnahagshruninu. Framsóknarflokkurinn virðist, merkilegt nokk, ekki njóta þess að hafa ekki verið í ríkisstjórn í hruninu og hann nýtur þess heldur ekki að hafa haldið á ríkisstjórninni undir skírn. Það stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn einn taki út refsingu fyrir hrunið og stóra spurningin er hve stór skellurinn verði.
Hvers vegna kýs fólk flokka sem það er jafnvel ósammála í meginatriðum þegar flett er upp í stefnuskrám þeirra? Núna er nærtækt að nefna formenn ríkisstjórnarflokkanna til að skýra fylgið sem flokkunum þeirra mælist núna. Jóhanna og Steingrímur J. hafa lengsta stjórnmálareynslu allra á Alþingi og það skilar þeim greinilega fylgi langt út fyrir raðir kjósenda sem í hjarta sínu eru hugmyndafræðilegir samherjar foringjanna tveggja í pólítík! Þetta er svo sem vel þekkt. Sjálfstæðisflokkurinn vann glæsta sigra í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík forðum undir forystu Davíðs Oddssonar og víst er að drjúgur stokkur af atkvæðum var dreiddur D-listanum fyrst og fremst út á Davíð en ekki pólitík flokksins. Mikil stemning skapaðist í kringum Reykjavíkurlistann þegar hann kom fyrst fram í borgarstjórnarkosninum og hafði áhrif á kjósendur sem annars hefðu kosið D-listann. Steingrímur Hermannsson höfðaði til kjósenda langt út fyrir Framsóknarflokkinn, Jón Baldvin Hannibalsson og Vilmundur Gylfason höfðu að sama skapi persónuleg áhrif langt út fyrir raðir yfirlýsra jafnaðarmanna.
Steingrímur J. Sigfússon hefur náð á undraskömmum tíma að skapa sér landsföðurímynd sem dregur vagn vinstri grænna í þessum kosningum langt umfram stefnu og starf flokksins. Ímyndin er sterkt afl og þau Jóhanna mynda pólítískt par sem sankar nýjum atkvæðum að Samfylkingunni og vinstri grænum. Yfirgnæfandi líkur eru á að fjöldi þessara nýju atkvæða komi frá fólki sem treystir forystumönnum flokkanna en er á móti sumum eða jafnvel flestum af helstu stefnumálum flokkanna þeirra! Þannig er það nú bara.
Pólítík er skrítin skepna.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar