Föstudagur, 1. maí 2009
Talniningarskandall í þingkosningunum
Vitleysa í einhverju tölvuforriti gerði það að verkum að yfirkjörstjórnir þriggja kjördæma birtu rangar fréttir um útstrikanir í þingkosningunum og yfirkjörstjórn eins kjördæmis til viðbótar treysti sér lengi vel ekki til að gefa upp neinar tölur um útstrikanir! Morgunblaðið birtir okkur þessa stórfurðulegu frétt í dag og verður að segjast að kannski var meiri þörf fyrir alþjóðlegt kosningaeftirlit hér á landi en margur hugði. Þetta er auðvitað ekkert annað en skandall og ekki boðlegt að réttar upplýsingar um úrslit kosninganna á laugardaginn skuli ekki vera lagðar á borð fyrr en komið er fram á föstudag! Breytir engu að röð frambjóðenda hafi ekki verið breyst, aðalatriðið er að hægt sé að ganga að því sem vísu að yfirkjörstjórnir í mörgum kjördæmum fari ekki með bull og vitleysu í tölum sem þær birta.
Útstrikanir eru nú í fyrsta skipti vopn sem kjósendur nota í stórum stíl til að tjá flokkum og frambjóðendum hug sinn í verki. Það svíður undan þegar frambjóðandi er strikaður rækilega út og augljóslega mikilvæg að rétt sé farið í einu og öllu með viðkvæm persónuleg skilaboð af því tagi. Yfirkjörstjórnir hafa með vinnubrögðum sínum brotið á frambjóðendum og kjósendum með því að birta rangar útstrikunartölur. Frammistaða yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis var sýnu verst og hún ætti að fá sérstakan undirkafla í skýrslu alþjóðlegu eftirlitsnefndarinnar að skilnaði því ekki dettur mér annað í hug en skipt verði þar um áhöfn í heilu lagi. Þessari kjörstjórn tókst að sleppa alveg útstrikunum Einars Kr. Guðfinnssonar þegar úrslitin voru birt í kjördæminu sem varð til þess að Ólína Þorvarðardóttir var ítrekað krýnd sem útstrikunarsigurvegari kjördæmisins. Svo kom í ljós að Einar Kr. fékk ekki bara útstrikanir heldur langflestar útstrikanir í kjördæminu. Sama kjörstjórn skrifaði líka miklu fleiri útstrikanir á Lilju Rafney Magnúsdóttur en innistæða var fyrir og hún var ítrekað nefnd meðal útstrikunarkónga í fréttum. Einar græddi á skandalnum en Ólína tapaði og Lilja Rafney miklu frekar. Og það er sum sé yfirkjörstjórnin sem býr til þessar fréttir sem sýna sig vera bull.
Svona þvæla kemur sem sagt upp á því herrans ári 2009 og tölvuforriti kennt um. Núna á árinu 2009 gerist það líka og það í fyrsta sinn að kjörstjórnir aðskilja auð og ógild atkvæði í talningu. Hingað til hefur auðum og ógildum atkvæðum verið hrúgað í einn pott í talningu og lufsur yfirkjörstjórna þar með í raun komið í veg fyrir að þeir sem skiluðu auðu kæmu boðskap sínum óbrengluðum á framfæri. Ég sem hélt að einfalt mál væri að líta svo á að ógilt atkvæði væri ógilt og auður atkvæðaseðill væri auður. Úrslit skyldu birt í samræmi við það. Hingað til hefur hins vegar verið brotið á réttindum þeirra sem velja að skila auðu með því að telja atkvæðaseðlana þeirra með ógildum. Þeirri skandalsögu í talningu lauk sum sé nú og þó fyrr hefði verið.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar