Farið hefur fé betra

Meira að segja Baugsveldið borgar ekki endalaust með útgáfu blaðsins sem fáir vilja kaupa og engir auglýsa í. Það er reyndar sérstakt rannsóknarefni fyrir félagsfræðinga og sálfræðinga framtíðarinnar að nálgast svör við því af hverju Baugur borgaði svo mikið og svo lengi fyrir svo illa innrætt og vont dagblað, DV sáluga. Blaðið var að vísu ekki alvont en þess verður ábyggilega ekki minnst fyrir nein góðverk þegar fram líða stundir. Ég vann einu sinni á Dagblaðinu sem Jónas Kristjánsson og Sveinn R. Eyjólfsson stofnuðu og gerðu að síðdegisstórveldi. Það var gaman að kynnast mönnum sem höfðu í puttunum að búa til og reka fjölmiðil. Jónas var flinkur ritstjóri og næmur fyrir umhverfinu. Svo gerðist bara eitthvað með manninn.  Margt sem hann sagði síðar og gerði sem ritstjóri DV, allt þar til hann hrökklaðist úr starfi í vetur í kjölfar sjálfsvígs á Ísafirði, er hreinlega ekki hægt að skilja. Hann tók fullan þátt í að gera DV að skítadreifara og virtist bara stoltur af. Sveini R. Eyjólfssyni varð hins vegar á að hleypa Eyjólfi syni sínum að fyrirtækjaveldi sínu með þeim afleiðingum sem allir þekkja. Þeim mikla snillingi tókst að drepa fleiri fjölmiðla en hægt er að telja upp í lítilli klausu og svo gekk hann svo rækilega á svig við lög landsins að kostaði tukthúsdóm. Og pabbi var dreginn með í fallinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Sæll Atli!

Vandséð er hvað ræður stefnu þessa fyrirtækis. Þótt forsvarsmenn þess segi nú að afkoma DV hafi snarversnað nú eftir áramót tek ég þeirri fullyrðingu með varúð. Þ.e. að afkoman hafi verið til muna verri en t.a.m. í fyrra. Einhver önnur sjónarmið en rekstrarleg virðast hafa ráðið því hversu lengi þessu var haldið áfram. En margt er sérkennilegt um fyrirtækið og ekki víst að þar sé bara nægileg þekking á rekstri og eðli fjölmiðla. Ég óttast það t.d. að rekstrarmönnum fyrirtækisins þyki 20-25% áhorf á NFS ekki nóg. Þeir hafa þegar mundað niðurskurðarhnífinn þar og mig grunar að honum verði brugðið á loft aftur innan tíðar. Það mun einfaldlega þýða að stöðin getur ekki náð sér á strik. Það er engin leið að halda úti metnaðarfullri fréttastöð með viðvaningum, ónógri tækniþjónustu og lélégum tækjakosti. Það er skaði ef þetta fyrirbæri, NFS, leggur upp laupana.

Sigurður G. Tómasson, 29.4.2006 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband