Fiskidagsörsögur I: Afturgenginn David Brown og list í Bergi

david-brown.jpgÞað var ekki leiðinlegt að grípa í glansandi fínan David Brown á Dalvíkurgötum um helgina, nýuppgerða dráttarvél sem Halldór bóndi keypti í Globus 1963 til bústarfa á Jarðbrú. Rabbi – Rafn Arnbjörnsson – eignaðist Bráninn í nöturlegu ástandi hér um árið og hefur lagt ómældan tíma + helling af peningum í að endurnýja djásnið í dráttarvélaflota Jarðbúra svo glæsilega að með ólíkindum er. Búið er að taka allt í sundur sem hægt er að taka í sundur, að olíuverkinu einu undanskildu (og nú stendur til að plokka það í sundur líka!), flytja inn varahluti frá Bretlandi, smíða annað hér heima og síðast en ekki síst sprautulakka gripinn. Vélin er svo flott að hvaða útrásarvíkingur sem er hefði boðið þyrluna sína í skiptum fyrir hana ef hún hefði verið komin á götuna velsældarárið 2007 en Rabbi hefði samt ekki fallið fyrir slíkum gylliboðum. Það er praktískara að eiga dráttarvél en þyrlu í Svarfaðardal, einkum og sér í lagi í heyskap. Ólafur Ragnar hefði átt að hafa með sér orðu norður til að festa á jakkaboðung velgjörðarmanns David Brown. Það flokkast undir menningarafrek að gera gefa svona góðu vinnutæki nýtt líf, einu dráttarvél sinnar tegundar sem til hefur verið í Svarfaðardal.


kristjana-og-orn.jpgMenningarhúsið nýja á Dalvík, Berg, er sérlega glæsilegt og mikil bæjarprýði. Innan dyra blasir svo við bjart og aðlaðandi rými og á veggjum í salnum hanga listaverk í eigu Ólafsfirðinga og Siglfirðinga eftir helstu nöfn í sögu olíumálverksins á 20. öld. Og tvær myndir eftir Salvador Dalí til viðbótar, takk fyrir og góðan daginn. Það er svo mikil upplifun að ganga um þetta hús og sýninguna að stendur fyllilega eftir ferð norður.  Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur gerði heimsókn í menningarhúsið enn magnaðri en ella með skemmtilegri kynningu á sýningunni þar sem hún tók fyrir hverja mynd og hvern listamann og setti allt í heildarsamhengi.

Svo má ekki gleyma allri hunangstónlistinni sem flutt var þarna frá hádegi til kvölds. Ótal kórar, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. Til dæmis hlýddum við á Kristjönu á Tjörn og Örn son hennar (sjá mynd) á hádegistónleikum sem tókust eins og best varð á kosið. Áheyrendur vel yfir 200 talsins! Svona byggðarlag gæti verið fullsæmt af Kristjönu einni saman en á heilt dúsín af listamönnum og súperfólki í lista- og menningarlífi til viðbótar!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband