Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Stjörnuhrap í álfheimum
Gott, hugsaði ég í gærkvöld þegar Kastljósið kynnti viðtal við nýráðinn forstjóra Landsvirkjunar, Hörð Arnarson, og ákvað að slaufa eldri hálfleiknum í viðureign eldri sonarins og annarra Víkinga við Fjölni á heimavelli í Víkinni. Vildi gjarnan kynnast nýja forstjóranum ögn betur enda þekki ég lítið til hans þrátt fyrir að hann hafi verið í úrvalsdeildinni í fyrirtækjarekstri hérlendis undanfarin ár með því að stýra Marel heima og heiman. Eftir á að hyggja hefði tímanum verið betur varið við hliðarlínuna í Víkinni. Hörður skilaði sínu en það reyndi ekkert á hann. Spyrill Kastljóssins mætti óundirbúinn til leiks og hafði í mesta lagi prentað út nokkrar greinar úr gagnasafni Morgunblaðsins sér til halds og trausts. Það hafði blaðamaður Moggans líka gert á dögunum í tilefni af ráðningu Harðar og Kastljós bætti engu við það sem Mogginn hafði sagt frá, til dæmis um fortíð verðandi Landsvirkjunarforstjóra í félagsskapnum Framtíðarlandinu. Allar spurningar fyrirséðar og sumar jafnvel barnalegar. Herði var farið að líða býsna vel í settinu og lauk þættinum með ágætri einræðu um Sjóvá eftir að spyrillinn hafði þurrausið gagnasafn Moggans og svissaði yfir í galopnari spurningu en nokkur álfur úr hól hefði valið í stöðunni um tryggingafélag í ólgusjó með frjálst val svarandans um viðbrögð. Síðan takk og bless.
Vonandi skýrist betur fyrir hvað nýr forstjóri Landsvirkjunar stendur þegar/ef hann fær spyril gegnt sér sem stendur undir nafni. Ég hafði nefnilega sterklega á tilfinningunni að hann hefði sitthvað að segja en það reyndi bara ekki á neitt slíkt. Nú er að bíða og sjá hvort aðrir ljósvakamiðlar taki ekki upp þráðinn og geri betur.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar