Mánudagur, 1. maí 2006
Hugurinn hvarflar að Enron
Langhelgin hefur meðal annars skapað svigrúm til að plægja í gegnum nýja ákæru í Baugsmálinu sem Mogginn birti í heild eftir þingfestingu í fyrri viku. Það er handtak að stauta sig fram úr þessum textamúrsteinum en víst var lesningin fróðleg og innihaldið býsna aðgengilegt leikmanni. Framsetningin hjá nýjum saksóknara er enda með teskeið, sjálfsagt í tilefni af því að dómarar töldu sig ekki skilja almennilega fyrri ákæru, ef ég man rétt. Þennan texta ættu nú flestir að skilja og dómarar vonandi líka. Auðvitað er svo hér sem annars staðar að menn eru saklausir uns sekt er sönnuð.
Eftir frávísun fyrra máls og sviftingar miklar hlýtur það að vekja athygli að kominn er fram langur og miður geðslegur ávirðingalisti frá nýjum saksóknara sem kom að borðinu. Einna mesta eftirtekt vekur sá kafli ákærunnar sem fjallar um meinta ranga upplýsingamiðlun Baugs til Verðbréfaþings Íslands og tilganginn telur saksóknari hafa verið þann að sýna stöðu félagsins betri en hún raunverulega var. Hugur lesanda hvarflar óhjákvæmilega að Enron-málsinu í Bandaríkjunum þar sem stjórnendur voru staðnir að brellum af ýmsu tagi til að fegra fjárhagsstöðu félagsins og halda uppi fölsku gengi á hlutabréfum í því.
Fréttastofa Sjónvarps spurði lögmann fyrir helgi um refsiramma vegna brota sem ákært er fyrir í Baugsmálinu. Stjórnarformaður Baugs sendi frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni og reyndi að gera lögmanninn persónulega tortryggilegan fyrir fullkomlega eðlilegt svar við fullkomlega eðlilegri spurningu fjölmiðils. Athugasemd stjórnarformannsins er hins vegar fullkomlega út úr kú. Aðalatriðið er að ljúka þessu dæmalausa máli með efnislegri niðurstöðu í dómskerfinu. Ef málstaður Baugs er jafn góður og stjórnarformaðurinn heldur fram, hvers vegna þá þessi taugaveiklun út af sjálfsagðri og saklausri ljósvakafrétt?
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Facebook
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.