Föstudagur, 5. janúar 2007
Lýst eftir afruglara
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra talaði tiltölulega skýrt á Rás tvö í morgun um óvissa íslenska krónu, evruna og þá staðreynd að stóru útrásarfyrirtækin okkar eru farin að greiða atkvæði gegn krónunni með fótnum og gera upp reikningana sína í evrum hvað sem hver segir á Alþingi eða í Seðlabankanum. Flokksformaðurinn Jón Sigurðsson var beðinn um að tjá sig um málið í fréttum Sjónvarps og hann svaraði spurningum sem fyrir hann voru lagðar en á þann hátt að fátt sat eftir. Stjórnmálaforingjar verða að vera snöggir á fjölmiðlaöld við að móta skyndiafstöðu í málum sem upp kvikna sífellt út og suður og koma skýrum skilaboðum frá sér. Það má vera að nýi Framsóknarleiðtoginn hafi skýrar skoðanir á hinum og þessum málum sem hann þarf að svara fyrir en þá er líka mikið að skilaboðatækninni. Það var til dæmis ómögulegt að átta sig á því í kvöld hvort viðskiptaráðherrann væri sammála eða ósammála utanríkisráðherranum um evruna og krónuna. Eða hvort hann brá sér í gamla Seðlabankagallann einn augnablik og gleymdi að hann var orðinn pólitíkus. Alla vega: kjósendur eiga ekki að þurfa pólitíska afruglara til að skilja pólitíkusa.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar