Lýst eftir afruglara

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra talaði tiltölulega skýrt á Rás tvö í morgun um óvissa íslenska krónu, evruna og þá staðreynd að stóru útrásarfyrirtækin okkar eru farin að greiða atkvæði gegn krónunni með fótnum og gera upp reikningana sína í evrum – hvað sem hver segir á Alþingi eða í Seðlabankanum. Flokksformaðurinn Jón Sigurðsson var beðinn um að tjá sig um málið í fréttum Sjónvarps og hann svaraði spurningum sem fyrir hann voru lagðar en á þann hátt að fátt sat eftir. Stjórnmálaforingjar verða að vera snöggir á fjölmiðlaöld við að móta skyndiafstöðu í málum sem upp kvikna sífellt út og suður og koma skýrum skilaboðum frá sér. Það má vera að nýi Framsóknarleiðtoginn hafi skýrar skoðanir á hinum og þessum málum sem hann þarf að svara fyrir en þá er líka mikið að skilaboðatækninni. Það var til dæmis ómögulegt að átta sig á því í kvöld hvort viðskiptaráðherrann væri sammála eða ósammála utanríkisráðherranum um evruna og krónuna. Eða hvort hann brá sér í gamla Seðlabankagallann einn augnablik og gleymdi að hann var orðinn pólitíkus. Alla vega: kjósendur eiga ekki að þurfa pólitíska afruglara til að skilja pólitíkusa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband