Miðvikudagur, 3. maí 2006
Hinn árlegi vorfíflagangur á Alþingi
Það þótti tilefni fyrstu frétta ljósvakamiðla í kvöld að Alþingi kæmi saman að nýju eftir sveitarstjórnakosningar og yrði við störf um óákveðinn tíma fram á sumar. Í öllum grannríkjum vorum hefði það verið frétt ef þjóðþingið hefði ákveðið að starfa EKKI í júní, Hér er því hins vegar slegið upp með látum að alþingismenn vinni eins og annað fólk. Ekki að furða að löggjafarsamkoman skori ekki í viðhorfskönnunum hjá Gallup. Sjálfur starfaði ég í návígi við alþingismenn í hátt í tvo áratugi og spurði þá stundum af hverju það væri ekki regla að þingið sæti til dæmis út júní og kæmi saman að nýju í september frekar en að hætta í maí eða jafnvel í apríl á stundum og byrja ekki aftur fyrr en í október. Þá voru settar yfir mér ræður um tímafrek ferðalög þingmanna um landið til að heilsa upp á kjósendur, sveitarstjórnir og flokksfélög eða út um heim í opinberum erindagjörðum fyrir þing og þjóð. Þess vegna þyrfti Alþingi að hætta snemma og byrja seint. Þetta gat ég aldrei skilið og skil ekki enn. Einhvern veginn tekst þingmönnum í öðrum löndum að rækta samband við bakland sitt og sinna hvers kys skyldum án þess að þjóðþing þeirra leggist í dvala í fjóra til fimm mánuði á ári. Starfshættir Alþingis eru að þessu leyti frá þeim tíma þegar þinglausnir miðuðust við að bændur kæmust heim fyrir sauðburð og þingsetning miðuðst við að bændur væru þá að minnsta kosti búnir að smala heiðarnar heima fyrir, gott ef ekki slátra líka lömbunum og koma lærum og bringukollum upp í rjáfur í reykhúsunum. Þetta fyrirkomulag er langþreytt tímaskekkja og árlegt málæði dag og nótt á vordögum er bara fíflagangur og skilar því einu að hin svokallaða virðing Alþingis rýrnar enn frekar. En fyrst þingmönnum er skítsama um ímynd löggjafarsamkomunnar, því skyldi okkur hinum þá ekki standa á sama?
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.