Föstudagur, 18. ágúst 2006
Naktir keisarar
Verkstjórar á ritstjórn Morgunblaðsins hljóta að hafa sofið laust og fundið fyrir bakþankaverkjum eftir að framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen fletti ofan af meintum prófessor frá Bandaríkjunum sem Mogginn lagði heila síðu undir á miðvikudaginn var, 16. ágúst. Þessi fulltrúi Oregon háskóla vtjáði sig fjálglega út og suður um framkvæmdirnar við Kárahnjúka og gaf lítið fyrir hönnun stóru stíflunnar og verkefnið yfirleitt. Morgunblaðsmenn hefðu nú átt að staldra aðeins við þegar viðmælandinn lét þá hafa eftir sér að stífla ein í virkjun í Brasilíu hefði gefið sig í sumar og lón þar tæmst af vatni. Í staðinn lét blaðið fylgja með mynd af Kárahnjúkastíflu og undir stendur: Stífla sem er eins uppbyggð og Kárahnjúkastífla brast nýlega í Brasilíu.
Ætli CNN hefði nú ekki rofið útsendingu ef stíflan hefði brostið í raun og veru? Ætli hefði nú ekki verið fjallað um málið fram og til baka í fjölmiðlum veraldar, þar á meðal hérlendis, ef þetta hefði gerst í raun og veru? Auðvitað! Þetta gerðist bara alls ekki, heldur gaf sig botnloka í hliðargöngum við brasilísku stífluna - sem vissulega er nógu slæmt - en stíflan hélt. Það hlýtur að skipta máli að fara rétt með staðreyndir í frásögnum eða hvað?
Enginn kippir sér lengur upp við að formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fari með svona þvælu, hann fær jú borgað fyrir að umgangast sannleikann frjálslega ef það gagnast málstaðnum sbr. það þegar hann sællar minningar birti grein um Kárahnjúkavirkjun í erlendu blaði og birti með mynd af Dettifossi sem myndi hverfa vegna virkjunar við Kárahnjúka! Blaðið hefur eftir þessum sama framkvæmdastjóra um suður-amerísku stífluna 12. ágúst: ,,Sú brasilíska hrundi fljótlega eftir að hún var tekin í notkun." Ekkert verið að skafa af hlutunum þarna, skítt með sannleikann!
Málflutningur Árna Finnssonar er fyrir löngu orðin þekkt stærð og fyrirsjáanleg og meira að segja fjölmiðlarnir taka ekki mark á honum lengur - annars hefði nú Blaðið auðvitað lagt alla forsíðuna undir þau stórbrotnu tíðindi að heil stífla í Brasilíu hefði hrunið! Uppákoman með hinn meinta prófessor frá Oregon er hins vegar öllu verra mál - ekki síst fyrir Moggann. Það þurfti nefnilega framkvæmdastjóra VST til að tékka af hluti sem ritstjórnin sjálf átti auðvitað að gera áður en lengra var haldið í vinnslu viðtalsins. Niðurstaða framkvæmdastjórans er þessi:
- Disiree D. Tullos, viðmælandi Morgunblaðsins um virkjanamál um víða veröld, er ekki prófessor í Oregon heldur lektor.
- Tullos er ekki vatnsaflsfræðingur heldur með ,,bakgrunn í vistfræði áa, river engineering, sem er annar hlutur".
- Tullos segist hafa rannsakað vistfræðileg málefni vatnsaflsvirkjana víða um heim í áratug en lauk samt verkfræðiprófi fyrir aðeins fjórum árum.
- Tullos segir að ekkert bandarískt fyrirtæki myndi láta sér detta í hug að koma að gerð Kárahnjúkavirkjunar en samt er það svo að einmitt bandarískt fyrirtæki er í aðalhlutverki við hönnun sjálfrar Kárahnjúkastíflu.
- Tullos segir að hliðstæð stífla og við Kárahnjúka hafi brostið í sumar í Brasilíu, sem er hrein og klár þvæla.
Hlutverk fjölmiðla er að upplýsa fólk og skapa þannig forsendur vitrænna skoðanaskipta. Á dögunum var norskur blaðamaður staðinn að því að skáldaðupp heilt viðtal við tölvugúrúinn Bill Gates og í Beirút var líbanskur ljósmyndari staðinn að því að lagfæra myndir af loftárásum Ísraelsmanna til að auka áhrifamátt myndanna enn frekar. Skáldskapur hins meinta prófessors er af sama meiði og er beinlínis ætlað að afvegaleiða upplýsta umræðu í ákveðnum tilgangi. Það má búa við að Náttúruverndarsamtök Íslands segi skröksögur en æskilegt er að háskólinn í Oregon finni sér göfugra hlutverk.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og almannatengslafyrirtækið Athygli er sjálfsagt til fyrirmyndar.
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=725013
Pétur Þorleifsson , 18.8.2006 kl. 16:24
Vissulega segjaa fulltrúar framkvæmdaaðila í Brasilíu að lónið hafi tæmst vegna galla í botnrásum - enhversvegan hrundi þá neðsti hluti kápunnar? Á því er bara ein skýring -það varð leki undir stífluna! Sem væntanlega skrifast á ófullnægjandi frágang. Skulum vona að við Kárahnjúka hafi Impreglio verið staðið betur að verki.
asta (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 13:47
Jamm og jå - merkilegt allt saman - það verður nú að segjast eins og er að athugasemd "prófessorsins" í Morgunblaðinu í morgun var ekki beinlínis til að auka á akademíska virðingu dömunnar - letrið í greininni hefði auðvitað átt að vera í rauðu til að undirstrika skömmusturoða Mbl. og lektorsins. Við suðasvartur almúginn erum höfð að fíflum með svona umfjöllun.
GG
GG (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 16:38
Gleymdi að spyrja - ætli eftirnafn dömunnar sé nokkuð Hansen?
GG (IP-tala skráð) 24.8.2006 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.