Ekki-frétt á fréttamannafundi

Ómar Ragnarsson greindi frá því dag að hann taka eindregna afstöðu gegn Kárahnjúkavirkjun og hætta þar með að fjalla um umhverfismál í sjónvarpsfréttum. Tæpast var það nú tilefni blaðamannafundar því það hefur ekki farið fram hjá neinu mannsbarni, sem fylgist á annað borð með, hvaða skoðun hann hefur á virkjuninni eystra.  Þetta var því að minnsta kosti fimm ára gömul frétt. Hitt er ferskara að hann ætli sér nú að stofna stjórnmálaflokk, systurflokk vinstri-grænna! Það fer nú að minna á gamla góða daga þegar hér voru til stjórnmálasamtök í fleirtölu með ákveðnum greini. Þau unguðu út öðrum samtökum sem auðkenndu sig með því að setja byltinguna í sviga. Móðurfélagið hét sem sagt KSML (Kommúnistasamtökin Marxistarnir-Lenínistarnir) en afleggjarinn þeirra kallaði sig KSML(B): Kommúnistasamtökin Marxistarnir-Lenínistarnir (byltingarsinnarnir). Er þá nokkuð fráleitt að Ómar og Bubbi  Morthens stofni vinstri-græna (b) og leggi út á hið pólitíska úthaf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá myndi maður fyrst vita hvað maður á að kjósa!

Þórir Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 210181

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband