Kappakstur niður Borgarfjörð

Aldrei hefi ég séð jafn marga aka jafn hratt og glæfralega á jafn skömmum tíma og á sunnanverðri Holtavörðuheiði og niður Borgarfjörð síðdegis í gær. Það var engu líkara en heilu hjarðirnar væru að flýja náttúruhamfarir eða stríðsástand norðan heiðar og vildu hætta lífinu til að komast í skjól fyrir sunnan. Þarna sáust allar tegundir af fíflagangi í umferðinni og í mörgum tilvikum ráðsett fjölskyldufólk á dýrindis jeppum í göfugum klassa. Því lá á. Meira að segja var einn hraðakstursbíllinn númeraður Pabbi og það var ekki sérlega notalegt að sjá hann þjóta fram hjá röð af bílum í lest sem var á milli 90 og 100 km hraða. Mörgum lá sem sagt á og hvergi löggu að sjá. Morgunblaðið greindi samt frá því í morgun að einn hefði verið hirtur í Borgarfirði á 150 km hraða í gærkvöld og aðrir tveir á yfir 120 km hraða. Það hefðu mörg ökuskírteini fokið ef hraðamyndavélum hefði verið beint að umferðinni á þjóðvegi 1 í Borgarfirði um kaffileytið en dólgarnir þá sluppu. Það eru auðvitað mannréttindi þeirra að drepa sig sjálfa með þessu hátterni en verra er að miklar líkur eru á að þeir drepi okkur líka í leiðinni. Annars vakti það athygli mína að hvergi sást til löggæslu landsmanna á för okkar um helgina, norður í Eyjafjörð á laugardag og til baka á sunnudag. Ætli það sé bara ekki í fyrsta sinn sem keyri í tvígang milli landshluta án þess að nokkur lögga verði á veginum. Þegar hraðadólgar taka völdin á vegunum saknar maður laganna varða, til dæmis þeirra sem gerðir eru út frá Borgarnesi í uppsveitum Borgarfjarðar í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband