Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Gef oss í dag vor gömlu stef
Fréttastjóri Útvarpsins taldi brýna þörf á að yngja upp fréttastef Útvarpsins og gera nútímalegra. Yfir því var víst legið tímunum saman í Efstaleitinu að færa koma fréttunum inn í nútímann með nýju stefi. Sjálfsagt eru þeir hlustendur til sem þykir breytingin til bóta og ég bíð spenntur eftir að hitta á svo sem einn slíkan. Enginn hefur enn lýst ánægju sinni í mín eyru en margir eru hins vegar fúlir, sumir hundfúlir, af ýmsum ástæðum. Látum nú vera að stefið sé bæði ófrumlegt og karakterslaust. Verst er að það kallar ekki á hlustandann og biður hann að sperra eyrun. Stefið er nefnilega svo lágt að menn taka ekki eftir að fréttir séu að hefjast þegar Útvarpið er murrandi sem bakhljóð á vinnustað í erli dagsins. Má ég biðja um gömlu fréttastefin aftur. Ef nýja stefið hefur eitthvað með nútímann að gera kýs ég frekar að vera uppi á steinöld í þessum efnum.
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Skrípaleikur frjálslyndra
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Leikreglur breytt eftir á
Framsóknarmenn á Suðurlandi fylltu skarð framboðslista síns eftir Hjálmar Árnason með konu sem tók ekki þátt í prófkjöri þeirra á dögunum! Það er auðvitað þeirra vandamál að breyta leikreglum eftir á en ekki er nú sérlega mikill glæsibragur á slíkri framkomu gagnvart þeim sem vörðu tíma og fjármunum í að taka þátt í leiknum. Auðvitað lá beint við að færa bara listann upp. Háttvirtir kjósendur höfðu talað og það lá beint fyrir að virða niðurstöðuna. Kontóristi flokksins á enga innistæðu fyrir þessu sæti sínu og kjósendur á Suðurnesjum geta bara sjálfum sér um kennt að ná ekki lengra eftir settum reglum. Á sama hátt hefði það verið fráleitt hjá sjálfstæðismönnum í sama kjördæmi að hrófla við Árna Johnsen á framboðslista sínum. Leikreglur voru settar og eftir þeim farið, hvað svo menn segja og hugsa um stöðu Sjálfstæðisflokksins með Johnsen á ný í forystunni. Það er nú bara allt önnur Ella.
Föstudagur, 26. janúar 2007
Sérframboð landeigenda?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. janúar 2007
Skipstjóranum förlast
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Fjárdráttur í drottins nafni
Fréttastofa Stöðvar tvö og umsjónarmenn Kompáss eiga þakkir skildar fyrir að fletta ofan af liðinu sem rakaði að sér opinberum fjármunum í nafni Byrgisins og lifði í lúxus á rándýrum jeppum í nafni drottins hins almáttuga og hjarðar hans. Alveg er stórmerkilegt að Alþingi og framkvæmdavald skuli ausa opinberu fé í þessa þjófahít árum saman án þess að ganga eftir einu né neinu frá Byrginu um hvernig peningarnir séu notaðir. Það hljóta einhverjir að taka pokann sinn í framhaldinu, því einhver hlýtur að bera ábyrgð á sukkinu eða hvað? Aðstandendur Byrgisins virðast vera einhver trúarofstækisklíka, sem ekki gerir málið betra fyrir þá sem ábyrgð hljóta að sæta. Og nú verða skjólstæðingarnir fluttir til annars trúarofstækishóps, að því er helst mátti skilja í dag. Ríkið borgar og allir eru glaðir hjá guði. Það er ekki einu sinni hægt að brosa að þessum ósköpum.
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Þrugl á þingi
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar