Föstudagur, 12. janúar 2007
Óþeyjubið eftir sunnudagsblaði
Þá vitum vér það. Agnes og Ingibjörg Sólrún ,,toguðust á" en virðast hafa skilið lítt sárar og tiltölulega sáttar. Og sú fyrrnefnda boðar okkur áskrifendum Morgunblaðsins að hún sé bara ánægð með yfirvofandi viðtal við Samfylkingarformanninn. Reiptogið hllýtur samt að hafa tekið dálítið á. Það er þakkarefni að láta fylgja með í dagskárkynningu hvenær blaðamenn eða fréttamenn eru ánægðir með verk sín. Ég minnist þess ekki að hafa séð svona nokkuð áður í Mogganum mínum og bíð með óþreyju eftir að lesa viðtal sem er svo gott að skrifarinn getur ekki orða bundist. Nú bið ég um, í lítillæti áskrifanda í Fossvogi, að blaðamennirnir taki það líka fram þegar þeir eru ekki alveg í skýjunum yfir verkum sínum. Það er svo þægilegt fyrir lesandann að hafa svona notendaleiðbeiningar til hliðsjónar áður en þeir leggja í lesturinn. Einkum og sér í lagi ef á í hlut texti sem er á við fáeinar, samanlagðar gangstéttarhellur að flatarmáli, eins og liggur í loftinu að verði á raunin þegar inn um lúguna hrynur sunnudagsblaðið sem eftir er beðið í þrúgandi spennu.
![]() |
Ingibjörg Sólrún ræðir stjórnarsamstarfskosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. janúar 2007
Þegar veruleikinn verður fyndnari en Spaugstofan og Skaupið samanlagt
Föstudagur, 5. janúar 2007
Lýst eftir afruglara
Sunnudagur, 3. desember 2006
Samtals þúsund manns í þremur kjördæmum!
Sunnudagur, 3. desember 2006
Kemur þjóðlenduofbeldið löggjafarsamkomunni ekkert við?
Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Þingflokkur útskúfaðra
Fallistar í prófkjörum flokkanna kyrja á köflum undarlegan söng þegar þeir sleikja sár sín eftir að hafa verið hafnað af háttvirtum kjósendum. Samfylkingarþingmaðurinn Guðrún Ögmundsdóttir er undantekning. Hún segir einfaldlega að líf sé eftir pólitíkina, tekur ekki sæti á framboðslista og snýr sér að öðru þegar kjörtímabilinu lýkur. Það er svo sem eftir öðru að henni sé rutt úr vegi en ýmsir ónefndir hælbítar og kjaftaskar fái (áfram) umboð til þingsetu fyrir flokkinn. Verði Samfylkingunni að góðu. Í ljós hefur svo komið að einhver Valdimar situr á þingi fyrir þennan flokk og er sárlega móðgaður yfir að hafa húrrað niður eftir öllum lista í prófkjörinu. Hann sagði sig síðan úr Samfylkingunni í Silfri Egils á sunnudaginn var en ætlar að hirða áfram þingfararkaup svo lengi sem slíkt er í boði. Löglegt er það sjálfsagt en ekki sérlega siðlegt. Greinilegt var að ekki einu sinni Samfylkingarfólk vissi hvorki að Valdimar þessi væri yfirleitt til, hvað þá að hann sæti á þess vegum á Alþingi. Nú er maðurinn hins vegar skyndilega orðinn þjóðkunnur, eftir að hafa gefið út pólitískt dánarvottorð handa sjálfum sér í sjónvarpsþætti. Segjum svo að hann hafi barist til einskis. Þá er það Kristinn H. sem kom því til leiðar að framsóknarmenn fengju að greiða atkvæði um kandídata á framboðslistann sinn í Norðvesturkjördæmi. Eftir að fyrir lá að meirihluti flokksmanna í kjördæminu væri á annarri skoðun en Kristinn H. um skipan framboðsmála lét hann dynja á þeim og öðrum landsmönnum yfirlýsingar um að flokksforystan hafi bundist samtökum um að ýta sér til hliðar! Berin eru súr á stundum. Fallnir þingmenn í prófkjörum eru orðnir svo margir nú þegar að þeir geta hæglega myndað þingflokk. Og hver veit nema framboð útskúfaðra næði mönnum inn á Alþingi ef menn stigju skrefið til fulls. Einu vandræðin eru hvernig ætti að standa að framboðsmálum útskúfaðra. Það má ekki stilla upp lista og heldur ekki bjóða kjósendum að velja frambjóðendur. Kannski er eina færa leiðin sú að fá lánaða kúluvél Lottósins og draga um röð frambjóðenda í viðurvist sýslumanns. Stjórnmálamenn kom a þar með óorði á hugtakið happadrátt eins og þeim hefur tekist að koma óorði á svo margt annað. Þannig er nú lífið.
Miðvikudagur, 15. nóvember 2006
Enn tungubrýtur Johnsen sig
Það tekur enginn af Árna Johnsen að hann stal senu samanlagðra prófkjara haustsins með því að hirða þingsæti á framboðslista sjálfstæðismanna í Suðausturkjördæmi eftir að heilög handhafaþrenning forsetavaldsins hafði hvítskrúbbað mannorðið hans til að greiða fyrir innreið hans í pólitík á nýjan leik. Illskárra var fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hleypa manninum í prófkjör frekar en að hætta á að hann færi fram með sérlista í kjördæminu í vor og gerði usla í kjósendaranni flokksins. Foringjar sjálfstæðismanna fara með samræmda þulu um að Árni hafi tekið út sína refsingu og nú sé runninn upp nýr dagur hjá honum. Satt og rétt er nú það en hætt er við að Þjóðleikhúsmálið elti nú Johnsen og flokkinn eitthvað áfram í átt til þingkosninga. Ekki síst ef þingmannsefnið nýbakaða heldur áfram að gera það sem því virðist alvega sérlega vel lagið: að tungubrjóta sig sí og æ þegar það kemst í tæri við opna hljóðnema ljósvakamiðla. Alveg er ótrúlegt að Johnsen lýsi því nú yfir að hann hafi verið fangelsaður vegna ,,tæknilegra mistaka"! Halló, halló. Annað hvort er gengur Johnsen ekki á öllum kertum eða hann kann ekki að skammast sín, nema hvoru tveggja sé. Týpískt var reyndar að spyrill Sjónvarpsins hafði ekki fyrir að ganga meira á þingmannsefnið hver hefði gert þessi ,,tæknimistök". Var það löggan sem rannsakaði málið? Ákæruvaldið? Dómstólarnir? Meira að segja Sambandi ungra sjálfstæðismanna blöskraði. SUSarar settu móðurlega ofan í við Johnsen í dag og sögðu honum efnislega að þegja. Það mun Johnsen hins vegar aldrei gera, alla vega ekki nema þangað til opinn hljóðnemi útvarps eða sjónvarps verður á vegi hans á nýjan leik.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar