Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Fjárdráttur í drottins nafni
Fréttastofa Stöðvar tvö og umsjónarmenn Kompáss eiga þakkir skildar fyrir að fletta ofan af liðinu sem rakaði að sér opinberum fjármunum í nafni Byrgisins og lifði í lúxus á rándýrum jeppum í nafni drottins hins almáttuga og hjarðar hans. Alveg er stórmerkilegt að Alþingi og framkvæmdavald skuli ausa opinberu fé í þessa þjófahít árum saman án þess að ganga eftir einu né neinu frá Byrginu um hvernig peningarnir séu notaðir. Það hljóta einhverjir að taka pokann sinn í framhaldinu, því einhver hlýtur að bera ábyrgð á sukkinu eða hvað? Aðstandendur Byrgisins virðast vera einhver trúarofstækisklíka, sem ekki gerir málið betra fyrir þá sem ábyrgð hljóta að sæta. Og nú verða skjólstæðingarnir fluttir til annars trúarofstækishóps, að því er helst mátti skilja í dag. Ríkið borgar og allir eru glaðir hjá guði. Það er ekki einu sinni hægt að brosa að þessum ósköpum.
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Þrugl á þingi
Föstudagur, 12. janúar 2007
Óþeyjubið eftir sunnudagsblaði
Þá vitum vér það. Agnes og Ingibjörg Sólrún ,,toguðust á" en virðast hafa skilið lítt sárar og tiltölulega sáttar. Og sú fyrrnefnda boðar okkur áskrifendum Morgunblaðsins að hún sé bara ánægð með yfirvofandi viðtal við Samfylkingarformanninn. Reiptogið hllýtur samt að hafa tekið dálítið á. Það er þakkarefni að láta fylgja með í dagskárkynningu hvenær blaðamenn eða fréttamenn eru ánægðir með verk sín. Ég minnist þess ekki að hafa séð svona nokkuð áður í Mogganum mínum og bíð með óþreyju eftir að lesa viðtal sem er svo gott að skrifarinn getur ekki orða bundist. Nú bið ég um, í lítillæti áskrifanda í Fossvogi, að blaðamennirnir taki það líka fram þegar þeir eru ekki alveg í skýjunum yfir verkum sínum. Það er svo þægilegt fyrir lesandann að hafa svona notendaleiðbeiningar til hliðsjónar áður en þeir leggja í lesturinn. Einkum og sér í lagi ef á í hlut texti sem er á við fáeinar, samanlagðar gangstéttarhellur að flatarmáli, eins og liggur í loftinu að verði á raunin þegar inn um lúguna hrynur sunnudagsblaðið sem eftir er beðið í þrúgandi spennu.
![]() |
Ingibjörg Sólrún ræðir stjórnarsamstarfskosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. janúar 2007
Þegar veruleikinn verður fyndnari en Spaugstofan og Skaupið samanlagt
Föstudagur, 5. janúar 2007
Lýst eftir afruglara
Sunnudagur, 3. desember 2006
Samtals þúsund manns í þremur kjördæmum!
Sunnudagur, 3. desember 2006
Kemur þjóðlenduofbeldið löggjafarsamkomunni ekkert við?
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 210865
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar