Sunnudagur, 18. mars 2007
Ríkisvæðingar- og skattheimtuáráttan
Lesefni helgarinnar hefur aðallega verið ríflega 150 blaðsíðna kver sem Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál og Bókafélagið Uglan sendu frá sér í fyrri viku: Þjóðareign þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar. Þarna fjalla nokkrir lögfræðingar og hagfræðingar um ýmsar spurningar sem blossuðu upp í þjóðmálaumræðunni á dögunum, eftir að framsóknarmenn í frústrasjón sinni fundu upp á því á flokksþinginu sínu að rétt væri að láta þingkosningarnar í vor snúast enn einn ganginn um eignarlega stöðu auðlinda sjávar. Textinn um auðlindamálið, sem stjórnarflokkarnir settu saman og hugðust samþykkja inn í sjálfa stjórnarskrána á næturfundi löggjafarsamkundunnar við Austurvöll, reyndist hins vegar mikið hnoð og ekki brúklegt. Tillagan fór því í pappírstætarann og farið hefur fé betra. Styrmir Morgunblaðsritstjóri og aðrir áhugamenn um þjóðnýta auðlindir til sjós og lands, og skattleggja duglega þá sem þær nýta, stynja hins vegar þungt. Það er eins og ríkisvæðingar- og skattheimtuáráttunni vaxi máttur í öllu pólitíska kerfinu. Meira að segja fara ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hamförum gegn eigendum lands og reyna að ríkisvæða sem mest af þinglýstum eignum þeirra frá fjöru til fjalla. Stjórnarandstaðan horfir á aðfarirnar með velþóknun og Framsóknarflokkurinn sömuleiðis í reynd.
Bókin góða er vítamín og elexír gegn ríkisvæðingarfárinu og varpað er þar skýru ljósi á hvaða áhrif skertur eignarréttur hefur á efnahagslega hagsæld. Áhangendur auðlindagjalds geta meira að segja fengið þarna á silfurfati upplýsingar um hve hátt gjald þeir þurfa að leggja á sjávarútveginn til að koma markaðsvirði eigin fjár fyrirtækja í atvinnugreininni niður í nánast ekki neitt: 5,60 krónur á þorskígildi miðað við stöðuna í lok árs 2005!
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar