Banalega Krónikunnar

Klausa í Fréttablaðinu í dag vakti sérstaka eftirtekt. Útgefendur vikuritsins Krónikunnar leituðu til DV um að taka við skuldum og samningum starfsfólks ef blaðið yrði lagt niður. Þetta er haft beint eftir ritstjóra DV en ritstjóri Krónikunnar segir hins vegar að blaðið verði gefið út áfram. Síðarnefndi ritstjórinn sagði efnislega ítrekað á opinberum vettvangi, í aðdraganda þess að farið var að gefa Krónikuna út, að markaðurinn beinlínis biði í óþreyju eftir svona riti. Ófullnægð eftirspurn af því tagi hafði að vísu alveg farið alveg fram hjá mér en það er nú ekki að marka. Verra er fyrir Krónikuna og aðstandendur hennar að þessi meinta markaðsspenna fór líka fram hjá þeim eftir að blaðið fór að koma út. Ég spyr afgreiðslufólk í hverfisverslunum og á bensínstöðinni minni af og til um hvernig hin og þessi blöð og tímarit gangi í sölu. Svörin í síðustu heimsókn á bensínstöðina eru táknræn. Þar hefur eitt eintak af fyrsta tölublaði Krónikunnar verið selt og síðan ekki söguna meir. Eitt einasta  eintak kom þangað af öðru nýju riti, Sagan öll, og er þar enn óselt. Helgarblað DV hreyfist lítillega í viku hverri en nánast ekkert að öðru leyti.  Séð og heyrt selst hins vegar nokkuð og Mannlíf hreyfist yfirleitt eitthvað. Ísafold fæst ekki á þessum stað. Fyrsta tölublað þess seldist hins vegar þokkalega í annarri verslun sem ég á viðskipti við í hverfinu en lítið eftir það. Markaðurinn virðist því mettur og kemur tæpast á óvart. Tímaritunum mun fækka og dagblöðunum líka. Og það gerist fyrr en síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband