Ofmetin áhrif auglýsingaflóðsins

Ef stuðningsmenn álversstækkunar í Straumsvík hefðu verið 88 atkvæðum yfir í gærkvöld hefðu andstæðingarnir  kyrjað ærandi háværan söng um ójafnan leik í kosningabaráttunni, um Davíð gegn Golíati, um blanka áhugamenn gegn milljörðum Alcan og svo framvegis. Nú liggur bara fyrir að andstæðingarnir höfðu betur þrátt fyrir auglýsingaflóðið frá Alcan! Niðurstaðan varð nákvæmlega sú sem skoðanakönnun fyrir einhverjum vikum sýndi. Bæjarbúar voru í tveimur jafnstórum fylkingum viku eftir viku þrátt fyrir allt greinafárið á báða bóga og allar auglýsingarnar. Alcan ofmat mátt eigin auglýsinga og andstæðingarnir vanmátu kjósendur í Hafnarfirði. Auglýsingadeildir fjölmiðlanna græddu meira á öllu saman heldur en auglýsendurnir, þ.e. stuðningsmenn stækkunar annars vegar og andstæðingar hins vegar. Það hefur reyndar aldrei tekist að sýna fram á tengsl auglýsinga í kosningabaráttu annars vegar og kosninaúrslita hins vegar. Mörg dæmi er hins vegar um að alls engin tengsl séu þar á milli. Kvennalistanum gekk til dæmis vel í þingkosningum en samtökin tóku áberandi lítinn þátt í auglýsingadansinum. Klikkaður náungi bauð sig fram í forsetakjöri og auglýsti ósköpin öll í baráttunni fyrir húsbóndavaldi á Bessastöðum. Hann uppskar ekki nokkurt fylgi og þau sárafáu atkvæði sem hann fékk eru örugglega þau dýrustu í Íslandssögunni og þó víðar væri leitað.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband