Gátan um Geirfinn og myrta konu í Fredrikstad

Glćpir, fjallferđir og páskar eru heilög ţrenning kirkjuhátíđarinnar sem í hönd fer í Noregi. Frćndur vorir ţeysa á gönguskíđunum sínum um fjöll og firnindi um páska en á kvöldin leysa ţeir morđgátur. Páskahátíđin er nefnilega sakamálatíđ svo um munar í Noregi og rík hefđ fyrir slíku. Glćpasögur í bókaformi seljast í bílförmum ţar í landi í ađdraganda páska og hvorki útvarps- og sjónvarpsstöđvar klikka á ađ flytja landslýđ páskaglćpi af einhverju tagi. Leikhús norska ríkisútvarpsins flytur til dćmis framhaldsleikrit um páska og ríkissjónvarpiđ sömuleiđis. Morđingjar byrja ađ salla niđur fórnarlömb sín á skírdag og drepa markvisst fram á páskadag. Annan dag páska kemst upp um ţá og morđgátan leysist í lokaţćttinum. Ţá geta Norđmenn pakkađ niđur í fjallakofunum sínum og haldiđ heim á leiđ í hvunndaginn.

Núna fá frćndur vorir alvöruglćp til ađ smjatta á um páska, í viđbót viđ alla hina. Lögreglan í Fredrikstad bođar til fréttamannafundar síđdegis í dag til ađ greina frá ţví ađ fyrir liggi játning manns sem myrti ríflega sextuga konu, Inger Johanne Apenes, um hádegisbil laugardaginn 6. maí 1978. Hún hafđi veriđ stungin til bana međ eggvopni sem aldrei fannst og ţví síđur sá sem beitti ţví. Máliđ vakti mikla athygli á ţessum tíma, ekki síst vegna ţess ađ sonur hinnar myrtu var ţjóđkunnur Stórţingsmađur, Georg Apenes. Gríđarlega mikiđ var lagt í ađ upplýsa máliđ og ţađ fékk ađ sjálfsögđu tilheyrandi fjölmiđlaathygli. Ég man sjálfur vel eftir ţessu máli úr fjölmiđlum í Noregi um ţađ ţegar ég flutti sjálfur ţangađ sumariđ 1981. En aldrei fékkst botn í máliđ, fyrr en nú. Ţađ kemur sem sagt fram síđar í dag hvađ varđ til ţess ađ tókst ađ upplýsa morđiđ í Fredrikstad fyrir nćr ţremur áratugum en svo mikiđ er víst ađ áriđ 2002 var rannsóknin tekin upp ađ nýju á nýjum forsendum og fariđ yfir allt ferliđ í leit ađ vísbendingum eđa atvikum sem lögreglumenn kynnu ađ hafa horft alveg fram hjá áđur eđa í ţađ minnsta ekki gefiđ nćgan gaum. Sakamál fyrnast á 25 árum í Noregi og ástćđan fyrir ţví ađ rannsóknin á morđinu í Fredrikstad var tekin upp á nýjan leik 2002 var einmitt sú ađ sakir morđingjans eđa morđingjanna myndu fyrnast í maí 2003.

Allar ţjóđir eiga sér óleystar morđgátur. Ţessi var ein af ţeim ţekktari í Noregi. Svíar hafa Palme og viđ Geirfinn. Kannski ćttu íslenskir lögreglumenn ađ ganga í smiđju kollega sinna í Norge og frćđast um hvernig ţeir leystu morđgátu sem er nćstum ţví jafngömul Geirfinnsmálinu. Hvađ um ţađ, páskum Norđmanna er bjargađ. Löggan sér ţeim fyrir raunverulegri morđgátu til ađ smjatta á um páska en norsk ţjóđ ţarf ekki ađ bíđa fram á annan dag páska eftir ţví ađ gátan leysist. Ţađ gerist strax í dag, á fréttamannafundi sem hefst í Fredrikstad núna kl. 11 ađ íslenskum tíma.

PS. kl. 14:00. Ţá er ţađ upplýst. Morđinginn er 42 ára ,,venjulegur borgari" í Fredrikstad, fjölskyldufađir sem aldrei hefur komist í kast viđ lögin. Hann var granni konunnar og ađeins 13 ára ţegar hann braust inn í húsiđ hennar og stakk til baka. Hún stóđ hann ađ verki og svona endađi ţađ allt saman. Lögreglan var komin međ um 4.000 nöfn á skrá yfir ţá sem hugsanlega gćtu gefiđ upplýsingar eđa tengst málinu á einhvern hátt. Morđinginn var ekki í ţeim hópi og hefur frá upphafi rannsóknar aldrei boriđ á góma hjá rannsóknarlögreglunni. Lögreglan fékk hins vegar ábendingu í febrúar síđastliđnum og bođađi manninn á sinn fund. Hann gekkst umsvifalaust viđ morđinu og hafđi ţá ekki rćtt ţetta fortíđarafbrot sitt viđ nokkurn lifandi mann. Morđinginn var á vinnustađnum sínum í dag eins og venjulega. Sökin er fyrnd lögum samkvćmt en sök bítur sekan ţó liđin séu 29 ár. Ţetta er sem sagt alvöru páskakrimmi í Norge.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Um bloggiđ

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 210258

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband