Engin hreyfing og því síður Ísland

Framboðshópur með veglegt nafn skorar ekki hjá kjósendum. Svokölluð Íslandshreyfing stendur hvergi undir nafni og er stóra floppið í kosningunum að þessu sinni. Niðurstöður skoðanakannana mæla þetta framboð aftur og aftur í kringum fjögur prósent, meira að segja í Suðurkjördæmi þar sem fyrirfram hefði mátt ætla að eitthvað myndi reitast að því af atkvæðum út á allt moldviðrið vegna Þjórsárvirkjana. En ekkert gengur og engin teikn eru á lofti um að restin af kosningabaráttunni breyti nokkru þar um. Vinstrigrænum er sýnilega létt enda hefði það einkum verið ógn við þá – og hugsanlega Samfylkinguna og frjálslynda að einhverju leyti líka – ef Íslandshreyfingunni hefði tekist að ná einhverju flugi. Niðurstöður skoðanakannana staðfesta það. Ómar hefur trúlega toppað í göngunni miklu í miðbænum í vetur og haldið að þá væri að rísa bylgja sem á endanum fleytti fjölda fólks af Austurvelli inn í sali Alþingis. En svo kemur á daginn að þarna hafa sennilega aðallega verið verðandi kjósendur vinstrigrænna á rölti með blys á lofti. Íslandshreyfingin er reyndar ekki á meiri hreyfingu en svo að hún á í basli við að koma saman framboðslistum. Jakob Frímann lá þannig í símanum um páskana og hringdi út og suður um landið til að bjóða hinum og þessum upp í dans. Viðmælendur hans skildu erindið eindregið á þann veg að spurn eftir frambjóðendum væri áberandi meiri en framboðið. Og enn sjást engir framboðslistar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 210865

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband