Miðvikudagur, 11. apríl 2007
Engin hreyfing og því síður Ísland
Framboðshópur með veglegt nafn skorar ekki hjá kjósendum. Svokölluð Íslandshreyfing stendur hvergi undir nafni og er stóra floppið í kosningunum að þessu sinni. Niðurstöður skoðanakannana mæla þetta framboð aftur og aftur í kringum fjögur prósent, meira að segja í Suðurkjördæmi þar sem fyrirfram hefði mátt ætla að eitthvað myndi reitast að því af atkvæðum út á allt moldviðrið vegna Þjórsárvirkjana. En ekkert gengur og engin teikn eru á lofti um að restin af kosningabaráttunni breyti nokkru þar um. Vinstrigrænum er sýnilega létt enda hefði það einkum verið ógn við þá og hugsanlega Samfylkinguna og frjálslynda að einhverju leyti líka ef Íslandshreyfingunni hefði tekist að ná einhverju flugi. Niðurstöður skoðanakannana staðfesta það. Ómar hefur trúlega toppað í göngunni miklu í miðbænum í vetur og haldið að þá væri að rísa bylgja sem á endanum fleytti fjölda fólks af Austurvelli inn í sali Alþingis. En svo kemur á daginn að þarna hafa sennilega aðallega verið verðandi kjósendur vinstrigrænna á rölti með blys á lofti. Íslandshreyfingin er reyndar ekki á meiri hreyfingu en svo að hún á í basli við að koma saman framboðslistum. Jakob Frímann lá þannig í símanum um páskana og hringdi út og suður um landið til að bjóða hinum og þessum upp í dans. Viðmælendur hans skildu erindið eindregið á þann veg að spurn eftir frambjóðendum væri áberandi meiri en framboðið. Og enn sjást engir framboðslistar.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar