Þetta eru allt saman asnar, Guðjón

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar tjáði sig óvenju skýrt um gáfnafar forystusveitar Frjálslynda flokksins á einhverjum safnaðarfundi í dag. Í kvöldfréttum Útvarpsins sagði Össur Skarphéðinsson að frjálslyndir skildu ekki samninginn um evrópska efnahagssvæðið og boðaði námskeið í þessum fræðum fyrir þessa bandamenn í stjórnarstöðunni til að gera þá ríkisstjórnartæka í vor - ef til kæmi. Það yrði óvenjulegt í stjórnarmyndun að setja menn í gáfnapróf til að kanna hvort þeir séu tækir til starfa í Stjórnarráðinu. Hins vegar er þetta skiljanlegt húsráð hjá Össuri, ef rétt reynist að svona tómlegt sé innan höfuðskelja frjálslyndra. Vér fylgjumst auðvitað spennt með asnastykkjum í pólitík. Össur er líffræðingur, að vísu sérmenntaður í kynlífi laxfiska, en veit trúlega hvað hann syngur með þeirri dýrafræðilegu greiningu að frjálslyndir tilheyri stofni sem ber fræðiheitið Equus asinus.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 210259

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband