Dramatískar myndir af gamla Múlaveginum

Múlavegur hinn forniPistillinn um Brattahlíð/Jaðar á Kleifum dregur dilk á eftir sér. Bloggsíðunni bárust frábærar myndir frá Ólafsfirði, sem staðfesta í eitt skipti fyrir öll að fleiri íbúðarhús verða ekki dregin fyrir Múlann. Meira að segja Árni Helga þarf að taka til hendinni, ætli hann að endurtaka leikinn við tækifæri. Rúnar Kristinsson fór upp í Múlann á dögunum, nánar til tekið 17. ágúst 2007, og tók myndirnar.

Fyrir þá sem vilja meiri sagnfræði skal rifjað upp að Ólafsfjarðargöng voru tekin í notkun í desember 1990 og formlega vígð með bænalestri og borðaklippingum í marsbyrjun 1991. Vegurinn fyrir Múlann, sem göngin leystu af hólmi, hefur því verið staðið ónotaður í hálfan annan áratug. Sá gamli hefur látið á sjá og er á köflum ekki sýnilegur! Annað hvort hefur vatn rofið í hann skörð eða skriður fært í kaf.

Innilegar þakkir fyrir ,,lánið" á myndunum, nafni minn góður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Bestu þakkir fyrir þetta! Það er eiginlega með ólíkindum að þarna hafi verið vegur og að maður hafi ekið hann. Múlinn tók líka nokkur mannslíf - en gaf sennilega fleiri, eins og gamall Ólafsfirðingur benti mér einu sinni á.

Svavar Alfreð Jónsson, 24.8.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband