Ólafur Ragnar áfram

Ólafur Ragnar Grímsson verður áfram húsbóndi á Bessastöðum. Það er gott mál, mjög gott mál. Best af öllu er samt að losna við uppákomur á borð við þær sem við höfum þurft að þola nokkrum sinnum, fyrst í tíð Vigdísar og svo í tíð Ólafs Ragnars, þegar kverólantar og vitleysingar bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, sér til andlegrar sjálfsfróunar en flestum öðrum til sárra leiðinda, skapraunar og útgjalda. Skattgreiðendur borga jú brúsann, ekki vitleysingarnir.

Þeir sem þola ekki Ólaf Ragnar hafa þegar fengið sína útrás með því að skila auðu, þökk sé kverólöntum í forsetaframboði. Fyrst útgefendur hinna auðu seðla ekki treysta sér til að finna alvöru frambjóðanda, og hjóla bara í forsetann í kosningum nú, er farsælast að þetta hafi farið sem fór, þ.e. að Ólafur Ragnar sé sjálfkjörinn. Það hefði þess utan alveg farið með þjóðarsálina að fá enn einu sinni dellukosningar til forsetaembættisins, ofan á vaxtaokur, efnahagssamdrátt og bensínverð ofar skýjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband