Gjaldeyrissjóðurinn lúrir á láni vegna ,,óróa í stjórnmálum"!

Sjónvarpið birti í kvöld frétt sem staðfestir þann orðróm sem uppi er í Stjórnarráði Íslands og vikið var að á þessum vettvangi fyrir helgina. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lúrir sum sé á láni sem hefði að öllu eðlilegu átt að vera búið að skila sér til íslenska ríkisins. Fulltrúi sjóðsins talaði annars vegar um það hefði dregist af „tæknilegum ástæðum“ að koma peningunum til skila, sem út af fyrir sig er forvitnilegt að heyra. Tækni hvað? Bilun í heimabanka? Hins vegar var nefndur til sögunnar „órói í stjórnmálum“. Halló! Stjórnmálaórói?! Hvað skyldi það nú nákvæmlega þýða?

Fréttastofu Ríkisútvarpsins þótti yfirlýsing talsmanns Gjaldeyrissjóðsins ekki merkilegri en svo að hún komst ekki í yfirlit kvöldfréttanna. Gott fyrir stjórnmálaflokkana. Þeir vilja örugglega tala um eitthvað skemmtilegra en aðfinnslur og þrýsting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar til háttvirtir kjósendur eru komnir og farnir úr kjörklefanum á laugardaginn.

Einhvern tíma hefði nú orðið hvellur af minna tilefni en ummælum Franeks þessa Rozwadowskis. Hann var að vísu ekki sérlega orðmargur en ófáar voru þær semt spurningarnar sem hrúguðust upp við að hlýða á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband