Mánudagur, 20. apríl 2009
Gjaldeyrissjóðurinn lúrir á láni vegna ,,óróa í stjórnmálum"!
Sjónvarpið birti í kvöld frétt sem staðfestir þann orðróm sem uppi er í Stjórnarráði Íslands og vikið var að á þessum vettvangi fyrir helgina. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lúrir sum sé á láni sem hefði að öllu eðlilegu átt að vera búið að skila sér til íslenska ríkisins. Fulltrúi sjóðsins talaði annars vegar um það hefði dregist af tæknilegum ástæðum að koma peningunum til skila, sem út af fyrir sig er forvitnilegt að heyra. Tækni hvað? Bilun í heimabanka? Hins vegar var nefndur til sögunnar órói í stjórnmálum. Halló! Stjórnmálaórói?! Hvað skyldi það nú nákvæmlega þýða?
Fréttastofu Ríkisútvarpsins þótti yfirlýsing talsmanns Gjaldeyrissjóðsins ekki merkilegri en svo að hún komst ekki í yfirlit kvöldfréttanna. Gott fyrir stjórnmálaflokkana. Þeir vilja örugglega tala um eitthvað skemmtilegra en aðfinnslur og þrýsting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar til háttvirtir kjósendur eru komnir og farnir úr kjörklefanum á laugardaginn.
Einhvern tíma hefði nú orðið hvellur af minna tilefni en ummælum Franeks þessa Rozwadowskis. Hann var að vísu ekki sérlega orðmargur en ófáar voru þær semt spurningarnar sem hrúguðust upp við að hlýða á.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar