Fiskidagsörsögur V: lágstemmdir gestir og bílakraðak á tjaldstæði

kleinusalar.jpgFiskidagsgestir á Dalvík voru mun fleiri nú en nokkru sinni fyrr en samt fór samkoman ótrúlega vel fram, reyndar var það lyginni líkast. Við vorum á tjaldstæðinu sjöunda Fiskidaginn í röð og verðum þar áfram. Það er helmingur stemningarinnar. Nú var (loksins) gefið út að gestir borguðu gistinguna og þó fyrr hefði verið. Þeir voru samt ekki skyldaðir til að borga, sem er óþarfa hæverska og misskilin gestrisni. Ég heyrði ekki nokkurn einasta mann kvarta yfir gjaldheimtunni, ekki einn! Ég heyrði hins vegar fólk undrast að gjald væri ekki innheimt af öllum og gengið eftir því. Slíku er fólk vant af tjaldstæðum. Tekjurnar á að nota til að manna vaktir til að taka á móti þeim sem koma inn á Dalvíkina og vita ekkert hvert þeir eiga að snúa sér til að fá leiðbeiningar um hvar sé hægt að koma fyrir húsbílnum eða tjaldvagninum. Í Fiskidagsblaðinu, sem dreift var með Mogganum eftir verslunarmannahelgina, var meira að segja ekki kort af Dalvík og yfir því heyrði ég marga kvarta. Það er nefnilega svo að fjöldi fólks var að koma í fyrsta sinn og kvartaði yfir því að fá ekki leiðbeiningar, einkum þegar leið á Fiskidagsvikuna. Ég hitti fólk við OLÍS með hýsi í eftirdragi eftir að myrkur var skollið á og allt að fyllast í bænum. Það hafði heyrt í útvarpinu á leiðinni að enn væri laust pláss ofan við kirkju en hvar var kirkjan og hvernig átti að komast „upp fyrir kirkju“?

umferd-a-tjaldstaedi-1.jpgÁhættusamt og rangt er að hafa allt opið og frjálst á tjaldstæðunum! Afleiðingar sjálfstýringar sáust vel í ár. Niðurstaðan varð til dæmis sú að fleiri en nokkru sinni áður lögðu bílum út um allt á tjaldsvæðunum sjálfum frekar en að skilja þá eftir utan við og ganga nokkra metra. Breiðstrætin sem byrjað var að teikna í öryggisskyni þvers og kruss um tjaldsvæðin fyrir þremur árum eða svo hafa aukið bílaumferð svo í óefni er komið. Eina ráðið er að hafa þarna gæslufólk sem heldur aftur af tilgangslausri bílaumferð og beinir henni  annað. Dalvíkingar sjálfir voru meira að segja komnir á rúntinn um tjaldstæðinu til að kíkja á lífið bæði kvölds og morgna!

Ég hefði ekki boðið í útganginn gróðrinum ef rignt hefði hressilega og oftar en raun varð á. Þá hefði tjaldsvæði Dalvíkur verið þannig útlítandi að bæjarstarfsmenn væru nú önnum kafnir við að tyrfa þar og á fleiri skikum í bæjarlandinu. Þetta er óþarfi, látið okkur gistivinina borga fyrir þjónustuna! Ég ætla að spara mér að nöldra yfir rafmagninu. Sauðkrækingum tókst að halda landsmót á dögunum með þúsundum manna á tjaldstæðum og þar var víst notaður leigður dísilrokkur til að framleiða rafmagn þannig að allir sem vildu gátu fengið og borgað fyrir – að sjálfsögðu. Þannig virka líka markaðslögmálin, líka eftir hrun. Dalvískur forráðamaður sagði mér að það væri svo dýrt að leigja rafstöð að slíkt kæmi ekki til greina. Jamm og jæja. Innheimtið þá bara nógu helvíti hátt gjald af þeim sem vilja stinga í samband og fá rafmagn! Og hana nú. 

rafmagnskassi.jpgAnnars skal það sagt hér og nú að mannlífið á tjaldstæðinu var til fyrirmyndar – ef bíladellan er undanskilin. Fyrr í sumar vorum við á tjaldstæðinu við Þórunnarstrætið á Akureyri og sváfum ekki dúr í tvær nætur vegna djöfulsgangs fram á bjartan dag (landsmótshelgin). Þar er samt gæsla allar nætur eða svo átti að heita. Á Dalvík er sem sagt ekki gæsla á tjaldstæðinu en þar var samt vandalaust að sofa og hvílast allar nætur í Fiskidagsvikunni. Fólk kunni sig einfaldlega og sýndi náunganum tillitssemi. Hins vegar  vantaði sárlega gæslu á daginn og á kvöldin, til að halda uppi lágmarksstýringu á því hvar og hvernig gestir tjalda + stöðva bílaöngþveitið tjaldstæðinu eða í það minnsta draga verulega úr því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband