Fiskidagsörsögur III: Af ótímabærri fjarveru Frissa og borverki Skara

fridik-spar.jpgSá sem öðrum fremur á heiðurinn af því að risið er menningarhúsið Berg á Dalvík er Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri um árabil eða allt þar til snemma árs 2009. Hann átti frumkvæðið að framtakinu og lagði línur að því hvernig yrði staðið að málum. Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla samþykkti hugmyndina og á heiður skilinn fyrir að taka fjármuni út fyrir sviga til þess arna sem ella hefðu tapast í bankahruninu alrlæmda. Mér þótti stórlega einkennilegt að Friðriki skyldi ekki fundið hlutverk þegar menningarhúsið var tekið í notkun á dögunum. Sannaðist þá enn einn ganginn að fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Ég ætla rétt að vona að sveitungar mínir gleymi ekki hvað Frissi spar og Sparisjóður Svarfdæla hafa gert til stuðnings og uppbyggingar um árabil – sem er hreint ekki sjálfsagður hlutur þegar fjármálafyrirtæki eiga í hlut. Menningarsjóður Sparisjóðsins kemur strax upp í hugann, sparkvöllurinn á Dalvík, skíðamannvirki í Böggvistaðafjalli og svo mætti áfram telja. Svo þykist ég vita að Frissi hafi prívat og persónulega verið betri en enginn þegar ýmis verkefni voru annars vegar sem hann vildi að næðu fram að ganga og lagði lið svo lítið bar á. Hann átti með réttu heima í þeim hópi sem stóð að formlegri opnun menningarhússins hvað sem líður stundarþrefi um erfiðleika Sparisjóðsins.


oskar-bormadur.jpgFall er fararheill. Allir lyklar að nýja menningarhúsinu á Dalvík lokuðust óvart inni á kontór framkvæmdastjóra Bergs daginn sem húsið var tekið í notkun með viðhöfn. Innan dyra er meðal annars stjórnkerfi loftræstingar hússins og ekkert var hægt að gera fyrir en prúðbúnir gestir með forsetahjónin í broddi fylkingar voru komin út á götu áleiðis í hressingarteiti í ráðhúsinu. Þá hljóp til Óskar Pálmason Tréverksmaður, vopnaður borvél, og boraði sig í gegnum skrána í hurðinni. Og viti menn, hann frelsaði heila lyklakippu og skipti svo um skrá. Guði sé lof fyrir að Skari er löghlýðinn borgari á Dalvík þegar haft er í huga að í næsta húsi er sparisjóður og á slíkum stöðum er gjarnan seðlageymsla. Læstar gullkistur eru tæplega mikið mál fyrir laghenta Tréverksmenn en þeir ganga víst ekki lengra en að bora sig inn í menningarhús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband