Sunnudagur, 24. september 2006
Bull í Ésú nafni
Skrifari forystugreinar Morgunblaðsins kemur í dag kemur með eftirfarandi ábendingu:
,,Í þjóðfélagsumræðum hér er farið mjög frjálslega með staðreyndir. Þeir sem það gera skaða þær opnu umræður, sem fram fara í samfélagi okkar. Það er tímabært að gera meiri kröfur og a.m.k. draga fram í dagsljósið þær vitleysur, sem á borð eru bornar í almennum umræðum."
Sóknarpresturinn í Laugarneskirkju, Hildur Eir Bolladóttir, hefði betur tekið mark á þessum orðum áður en hún fór í stólinn með skrifaða ræðu sína í messu sem útvarpað var yfir landslýð í dag. Prestur fór mikinn gegn Kárahnjúkavirkjun og þeim er að þeirri framkvæmd standa. Ekki ætla ég að blanda mér í það hvaða baráttumál Þjóðkirkjan velur sér og sínum en afskaplega væri nú æskilegt að þjónar hennar færu þokkalega rétt með staðreyndir mála sem þeir fjalla um. Það gerði Laugarnesklerkur ekki í dag. Hann blessaði til dæmis minningu Hafrahvammagljúfra og boðaði þar með augljóslega að saga þeirra endaði um leið að Hálslón yrði til. Þetta er hrein og klár þvæla. Efsti hluti gljúfranna fer undir vatn og stíflu en stærsti hlutinn - og jafnfamt sá hrikalegasti - stendur óhaggaður og flest árin rennur meira að segja um gljúfrin vatn frá síðsumri fram í september. Vissulega hefur presti þótt mun áhrifaríkara fyrir söfnuðinn og landsmenn alla að sökkva bara gljúfrunum öllum í stólræðunni sinni en bull er bull, þó í Ésú nafni sé.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hluti gljúfranna fer undir vatn, presturinn er því ekki að bulla, þú ert að pirrast bara.
SM, 24.9.2006 kl. 20:49
Góð skrif hjá þér Atli Rúnar. Alltaf gaman að líta við og skoða skrifin.
mbk. Stefán Fr.
Stefán Friðrik Stefánsson, 24.9.2006 kl. 21:00
Detta mér nú allar dauðar ...! Farinn að hlusta á útvarpsmessur!
Kveðjur, - Þórir J.
Þórir Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.