Fjölmiðlarnir kolféllu á prófinu

Mikil tíðindi urðu á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga á dögunum þegar tveir sóttust eftir formannsembættinu í fyrsta sinn í sögu þess. Áður hefur formannskandídatinn verið sjálfkjörinn. Í loftinu lá að Austfjarðagoðinn Smári Geirsson yrði formaður en gegn honum bauð sig fram Vestfjarðagoðinn Halldór Halldórsson og sigraði naumlega.  Síðan þetta gerðist hefur ríkt alveg dæmalaus friður um þessa merku kosningu á fréttadeildum alls fjölmiðlakerfisins.  Einungis Fréttablaðið hafði rænu á að grípa síma og skrifa frétt um að Halldór bæjarstjóri á Ísafirði hefði verið kjörinn með bandalagi þingfulltrúa úr Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum.  Það hefur síðan verið staðfest í skeytum sem gengið hafa á milli borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna á síðum Morgunblaðsins. Það er sum sé allt upp í loft milli þessara flokka í borgarstjórn en ástir samlyndra hjóna á Alþingi. Auðvitað er alveg bráðfyndið að Vinstri grænir hafi gert Smára að fyrsta stóriðjupíslarvotti Íslandssögunnar og það hefur nú skilað sér alveg bærilega til landslýðs. Hins vegar hlýtur maður að spyrja: Hvernig í dauðanum stendur ekki á að fjölmiðlar fara ekki að skýra og greina hvað gerðist baksviðs á þingi sveitarstjórnarmanna? Þarna liggja fréttir undir skemmdum. Það er nú ekki eins og þurfi einhverja rannsóknarblaðamenn til að kryfja málið. Hið eina sem til verksins þarf er þokkalegt fréttanef, sími, símaskrá og tölva. Líklega er skýringin á þessum aumingjaskap fjölmiðlanna einfaldlega sú að fréttanefið skortir. Fréttirnar skortir ekki. Það liggur nefnilega fyrir að áhrifamiklir foringjar í Sjálfstæðisflokknum hafi staðið að samkomulagi sem gerði ráð fyrir að Smári yrði formaður (t.d. borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri). Svo þreifuðu Vinsti gænir fyrir sér varðandi hugsanlegt formannsframboð Árna Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa en fengu ekki hljómgrunn. Hvað gerðist svo??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband