Færsluflokkur: Dægurmál

Júró á Rimum?

Ég heyrði ekki betur i upphafi útsendingar frá Serbíu í kvöld en það stefndi í að næsta Júróvisjónskrall yrði í heimabyggð Friðriks Ómars að ári. Þétt verður þá setinn Svarfaðardalur og Grundarbændur selja rússneskum olíufurstum aðgang að heita pottinum....

Ganga gegn slysum og kraftaverkahjúkkurnar BAS

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi í kvöld og drunurnar í henni bentu til að það lægi á að komast á áfangastað. Við búum í örskotsfjarlægð frá þyrlupallinum og erum farin að greina það býsna vel á vélarhljóði og aðflugi hve...

Stuð í Þjóðleikhúsinu

Aldrei hefi ég upplifað stemningu í Þjóðleikhúsinu í líkingu við þá taumlausu gleði sem ríkti þar í gærkvöld á sýningunni Ástin er diskó, lífið er pönk . Við fórum eiginlega með hálfum huga í leikhúsið eftir að hafa lesið og hlýtt á umsagnir fólks úr...

Framsóknarblöðin sálugu lifa í glugga í miðbæ Akureyrar

Ég átti leið á skyndifund á Akureyri að morgni dags núna í vikunni og drap síðasta hálftímann fyrir flug suður með hádegisvélinni yfir súpudiski á Bláu könnunni, einu notalegasta kaffihúsi landsins. Auðvitað fylgir með á svona afslappelsisstundu að...

Svarfdælskar konur með sviðið andlit

Fimm svarfdælskar konur bönkuðu upp á hér í Álftalandi um helgina til að flytja tíðindi úr sveitinni og afla annarra í staðinn til að flytja norður að heimsókn lokinni. Þetta voru Bakkasysturnar Didda og Halldóra ásamt mágkonum sínum þremur: Boggu, Hönnu...

Upplesari úr Húsabakkaskóla í Bubbabandið

Hið eina dapurlega í kvöld var að Arnar skyldi þurfa að lenda í öðru sæti í þættinum Bandið hans Bubba á Stöð tvö. Að öðru leyti er lífið dásamlegt og drengurinn, sem sigraði í upplestrarkeppni grunnskólanna forðum sem fulltrúi 7. bekkjar í...

Kappakstur niður Borgarfjörð

Aldrei hefi ég séð jafn marga aka jafn hratt og glæfralega á jafn skömmum tíma og á sunnanverðri Holtavörðuheiði og niður Borgarfjörð síðdegis í gær. Það var engu líkara en heilu hjarðirnar væru að flýja náttúruhamfarir eða stríðsástand norðan heiðar og...

Af himnum ofan í úrslit

Eyþór Ingi sýndi og sannaði í kvöld - enn einu sinni í Bandinu hans Bubba á Stöð tvö - að hann á heima í úrslitum keppninnar og þangað er hann nú kominn. Dómnefndin við eldhúsborðið hér á bæ hefur haldið því fram undanfarið að andstæðingur Dalvíkingsins...

Bull um bor II

Enginn starfshópur er jafn viðkvæmur fyrir gagnrýni og hvers kyns aðfinnslum um störf sín og fjölmiðlafólk. Fjölmiðlungar eiga eðli máls samkvæmt að vera í hlutverki gagnrýnandans og þess sem aðhald veitir en kunna mönnum sjaldnast miklar þakkir fyrir...

Bull um bor

Aprílgabb fréttastofu Útvarpsins var aðeins of seint á ferðinni, ég leit samt til öryggis á dagatalið á meðan hádegisfréttirnar voru í loftinu í dag. Fréttamaður og talsmaður áhugafélags um jarðgöng fyrir austan töluðu um það eins og ekkert væri...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband