Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Heimamenn njóta góðrar afkomu
Alltaf er nú gaman að vera Svarfdælingur að ætt og uppruna en sjaldan eins og í dag! Mér er reyndar málið líka skylt sem viðskiptavini Sparisjóðs Svarfdæla alla tíð og er afskaplega stoltur af því sem fjármálastofnun heimilisins er að gera. Sparisjóðurinn er sýnilega afar vel rekinn og skilar góðri afkomu. Þess nýtur hann auðvitað sjálfur en þess njóta líka heimamenn í ríkum mæli eins og sannast hér og nú. Svo margar háar tölur fljúga um borð og bekki í ýmsu samhengi í fjölmiðlaumræðu dagsins að menn gera sér eftir til vill ekki grein fyrir því hve stór þessi gjöf er. Lítill fugl hvíslaði að mér, og verður ekki selt dýrara en það er keypt, að Kaupþing þyrfti til dæmis að snara út gjöf að verðmæti ca. 20 milljarða króna til að jafna höfðingsskap Sparisjóðs Svarfdæla! Hvað um það. Útspil sparisjóðsins míns er glæsilegt og ég læt hiklaust eftir mér að renna rauðvínstári í glas með matnum í kvöld og skála síðan til norðurs í tilefni dagsins....
Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og full ástæða til að skála fyrir sparisjóðnum þínum. Ætli það sé hægt að komast í viðskipti ...?
alla (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 22:06
Kling.....þetta er hið besta mál og húsið fallegt.
Júlíus Garðar Júlíusson, 28.2.2007 kl. 09:50
Svarfdælir flottir. Að maður tali nú ekki Jarðbrúarbræður
doni (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 13:06
Atli Rúnar Halldórsson, 28.2.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.