Heimamenn njóta góðrar afkomu

Alltaf er nú gaman að vera Svarfdælingur að ætt og uppruna en sjaldan eins og í dag! Mér er reyndar málið líka skylt sem viðskiptavini Sparisjóðs Svarfdæla alla tíð og er afskaplega stoltur af því sem fjármálastofnun heimilisins er að gera. Sparisjóðurinn er sýnilega afar vel rekinn og skilar góðri afkomu. Þess nýtur hann auðvitað sjálfur en þess njóta líka heimamenn í ríkum mæli eins og sannast hér og nú. Svo margar háar tölur fljúga um borð og bekki í ýmsu samhengi í fjölmiðlaumræðu dagsins að menn gera sér eftir til vill ekki grein fyrir því hve stór þessi gjöf er. Lítill fugl hvíslaði að mér, og verður ekki selt dýrara en það er keypt, að Kaupþing þyrfti til dæmis að snara út gjöf að verðmæti ca. 20 milljarða króna til að jafna höfðingsskap Sparisjóðs Svarfdæla! Hvað um það. Útspil sparisjóðsins míns er glæsilegt og ég læt hiklaust eftir mér að renna rauðvínstári í glas með matnum í kvöld og skála síðan til norðurs í tilefni dagsins....


mbl.is Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og full ástæða til að skála fyrir sparisjóðnum þínum.  Ætli það sé hægt að komast í viðskipti ...?

alla (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kling.....þetta er hið besta mál og húsið fallegt.

Júlíus Garðar Júlíusson, 28.2.2007 kl. 09:50

3 identicon

Svarfdælir flottir.  Að maður tali nú ekki Jarðbrúarbræður

doni (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 13:06

4 Smámynd: Atli Rúnar Halldórsson

  1. Það er örugglega minnsta mál í heimi að komast í viðskipti hjá Frissa & Co og það skulið þið bara gera, sem enn hafið ekki þroskast nægilega mikið í viðskiptum til að binda trúss sitt við sparisjóð - og það réttan sparisjóð.
  2. Jarðbrúarbræður eru að meðaltali skítsæmilegir þegar horft er yfir sviðið allt en ansi misþroskaðir í umgengni við fjármálastofnanir. Þannig hefi ég fyrir satt að einungis tveir þeirra af fimm mögulegum séu í tygjum við Sparisjóð Svarfdæla og hafi verið frá kynþroskaaldri. Hinir þrír leggja lag sitt við ýmsa banka sem gefa ekki menningarhús en borga stjórunum sínum þeim mun meira. Og svo má ekki gleyma garminum Katli, litlusystur Jarðbrúarbræðra í Borgarnesi. Hún er með tvo til reiðar í fjármálum og skákar þar með bæði elsta bróður sínum og þeim yngsta: þ.e. Sparisjóð Svarfdæla og Sparisjóð Mýrarsýslu. Okkur Jóhanni dugar hins vegar að ávaxta pund vort á Dalvík, enda einhvern veginn öruggara að vita til þess að eiga seðlabúntin sín í skáp þar. Borgfirðingar fara svo óvarlega með eld á köflum, einkum þegar álitleg sinubreiða er annars vegar.

Atli Rúnar Halldórsson, 28.2.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband