Föstudagur, 2. mars 2007
Þeim var nær
Lítið var gefandi fyrir málflutning formanns Blaðamannafélagsins á Rás tvö í dag í tilefni af sigri Bubba Morthens í máli sem hann höfðaði fyrir dómstólum vegna þess að hann taldi slúðurblað hafa brotið á sér. Það mátti skilja formanninn svo að yfir fjölmiðlum vofði meiriháttar skerðing á athafnafrelsi í kjölfar dómsins, sem er auðvitað bara rétt og slétt bull. Einhver mörk hljóta hins vegar að vera til á milli friðhelgi einkalífs annars vegar og réttinda/skyldu fjölmiðla til að upplýsa, afhjúpa og gagnrýna. Þetta tiltekna slúðurblað bókstaflega bað um að dómstólar fjölluðu um hvar mörkin lægju í þessu tiltekna máli, svo gróft fannst mér að Bubba vegið þegar ég sá umfjöllun þess. Það hlýtur að vera sjálfsagður réttur og skylda borgaranna - líka fræga fólksins! - að láta reyna á hvar mörkin liggja í þessum efnum ef dómgreind fjölmiðla og fjölmiðlamanna brestur. Umfjöllunin um Bubba var vísvítandi og skammarleg atlaga að æru hans. Ég held að forystusveit blaða- og fréttamanna geti notað orku sína betur til margra annarra hluta en að leggjast í vörn fyrir málstað slúðurblaðsins en rýna frekar í dóminn sjálfan og oftúlka hann ekki út um allar koppa grundir eins og mér heyrðist stéttarfélagsformaðurinn gera ótæpilega í útvarpi í dag. Ég skil Hæstarétt einfaldlega þannig að hann biðji fjölmiðla um að sýna það sem sveitamenn kalla skikkanlega mannasiði í umgengni við fólk.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar