Hafnfirðingar og Vaðlaheiði

Það eru mikil tíðindi að hafnfirskir kjósendur skyldu ofan á allt annað hafa greitt atkvæði um hvernig staðið skyldi að jarðgangagerð gegnum Vaðlaheiði. Skyldu þeir hafa verið klárir á því sjálfir? En það má segja Samfylkingunni til hróss að nú er komið á samræmi í afstöðu frambjóðenda flokksins í norðurlandskjördæmunum til ríkisforsjár/einkarekstrar í samgöngumálum. Áður hefur komið fram að Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi vill þjóðnýta Hvalfjarðargöngin og þá skar nokkuð í augu að Samfylkingin í Norðausturkjördæmi gæti á sama tíma hugsað sér Vaðlaheiðargöng sem einkaframkvæmd með tilheyrandi veggjöldum. En nú hefur sem sagt komið skýrt fram að ríkisvæðing skal það heita, bæði undir Hvalfirði og Vaðlaheiði. Og þá veit maður það að frjálslyndi jafnaðarmannaflokkurinn er í það minnsta ekki alveg nógu frjálslyndur til að þola einkarekstur á samgöngusviðinu. Það er nú það og svo er nú það.
mbl.is Samfylkingin vill að ríkið kosti Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já mikil eru tíðindin að ég tali nú ekki um frjálslyndið

Ragnar Bjarnason, 3.4.2007 kl. 21:37

2 identicon

Það er mjög ósanngjarnt að sumir landsmenn þurfi að greiða fyrir samgöngur meðan aðrir ekki, því er þetta spurning um alla eða enga.

Ámundi (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Af hverju er ekki bloggurum gefinn kostur á að svara eða senda athugasemdir varðandi spurningar þínar um hvarf Geirfinns Einarssonar?

Http://mal214.googlepages.com... Það er erfitt að komast í gegnum spillingu íslenskra stjórnmála!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 5.4.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband