Pirraðir prestar og aulabrandarar

Ef að þjónar Þjóðkirkjunnar komast að því að það varði við lög að efna til þessa úrslitakvöld á föstudaginn langa er það einfaldlega lögreglumál og hlýtur lögreglan einfaldlega að skakka leikinn - nema þá að þeir hempuklæddu telji að löggan eigi að hafa hægt um sig líka á þessum helgasta helga degi ársins hjá kirkjunnar fólki. Ég minnist þess að hestamannafélag við Eyjafjörð auglýsti keppni í ístölti á föstudaginn langa hér um árið og sóknarprestur í héraðinu taldi slíkt raska helgiró kristinna manna og varða við landslög líka. Þjóðkirkjan sá hins vegar að sér og hrossin töltu um ísinn. Kristihaldið beið ekki nokkurn skaða af og ég efast um að einhverjir aulabrandarar í sal í Reykjavík breyti nokkrum sköpuðum hlut til eða frá um kristnihald landsmanna um páskana. Þjóðkirkjumenn ættu frekar að nota krafta sína í að berja saman ræður fyrir guðsþjónusturnar sínar um hátíðar en að taka þátt í að auglýsa þetta úrslitakvöld. Betri og ódýrari auglýsingu fær samkoman nefnilega ekki en þennan pirring prestanna.


mbl.is „Fáránlegt“ að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þetta ætti að vera eitthvað fyrir þig. Ég kemst ekki inn á Geirfinnsmálsumræðuna... http://mal214.googlepages. Síðan hefur verið afvirkjuð á Mbl.is

Guðrún Magnea Helgadóttir, 5.4.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband