Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Þetta eru allt saman asnar, Guðjón
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar tjáði sig óvenju skýrt um gáfnafar forystusveitar Frjálslynda flokksins á einhverjum safnaðarfundi í dag. Í kvöldfréttum Útvarpsins sagði Össur Skarphéðinsson að frjálslyndir skildu ekki samninginn um evrópska efnahagssvæðið og boðaði námskeið í þessum fræðum fyrir þessa bandamenn í stjórnarstöðunni til að gera þá ríkisstjórnartæka í vor - ef til kæmi. Það yrði óvenjulegt í stjórnarmyndun að setja menn í gáfnapróf til að kanna hvort þeir séu tækir til starfa í Stjórnarráðinu. Hins vegar er þetta skiljanlegt húsráð hjá Össuri, ef rétt reynist að svona tómlegt sé innan höfuðskelja frjálslyndra. Vér fylgjumst auðvitað spennt með asnastykkjum í pólitík. Össur er líffræðingur, að vísu sérmenntaður í kynlífi laxfiska, en veit trúlega hvað hann syngur með þeirri dýrafræðilegu greiningu að frjálslyndir tilheyri stofni sem ber fræðiheitið Equus asinus.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar