Hin æpandi þögn um Gjaldeyrissjóðinn

Í Stjórnarráði Íslands er orðrómur uppi um að hinn almáttugi Alþjóðagjaldeyrissjóður hafi tilkynnt ríkisstjórninni, í það minnsta óformlega, að stjórnvöld fylgi ekki nægilega vel eftir endurreisnaráætluninni sem þau voru tilneydd að samþykkja í vetur og því verði haldið eftir lánum þar til úr hafi verið bætt. Það fylgir sögu að Gjaldeyrissjóðsmönnum lítist ekki á blikuna í fjármálum ríkisins og vilji að stjórnvöld þjarmi ögn betur að þegnum sínum með því að setja á og herða mjög niðurskurðar- og skattheimtuskrúfur og það strax.

Ég spurði þá sem orðróminn bergmála hverju það sætti að slíkt stórmál væri ekki dregið fram í dagsljósið í pólitískri umræðu, ef satt væri á annað borð, og fékk efnisleg svör:

,,Pólitíska kerfið í heild ber ábyrgð á samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og áætlanir honum tengdum. Pólitíska kerfið hefur ekki hag af því að ræða þetta fyrir kosningar, hvorki stjórnarflokkarnir né stjórnarandstaðan. Flokkarnir vilja ekki rugga bátum háttvirtra kjósenda með því að ræða kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hvernig bregðast skuli við. Þegjandi samkomulag eru um að ýta slíkum leiðindum á undan sér þar til kjörklefunum hefur verið lokað og kastljós kynningarfunda í sjónvarpssal hafa verið slökkt. Aðgerðirnar sem grípa þarf til, svo fullnægt verið hákörlum sjóðsins, eru svo rosalegar að stjórnmálamennirnir voga ser ekki út í að viðra þær fyrr en þingkosningar eru afstaðnar. Þess vegna er ríkir þessi æpandi þögn um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í kosningabaráttunni."

Í Morgunblaðinu í dag, 18. apríl, er frétt á blaðsíðu 31 sem kannski skýrir þögnina. Fyrirsögn: Gjaldþrot vofir yfir Lettlandi - hefur ekki uppfyllt kröfur AGS. Í fréttinni stendur m.a. um stjórnina í Lettlandi og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn:

Stjórnin hefur þegar fengið 269 milljarða króna af láninu en fékk hins vegar ekki 33,5 milljarða  milljarða króna lán afgreitt frá sjóðnum nýverið með þeim rökum að hún hefði ekki fylgt áætlun hans nægjanlega vel eftir.

Meginkröfur sjóðsins er að skorðið verði verulega niður í ríkisútgjöldum og greindi Einars Repse, fjármálaráðherra landsins, frá því í fyrradag að flest benti til að stjórninni myndi ekki takast að uppfylla skilyrði fyrir 285 milljarða króna væntanlegu láni frá sjóðnum nema henni tækist að draga úr útgjöldum um 40 prósent til viðbótar frá fyrri niðurskurði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband